Landsvirkjun

Um virkjunarkostinn

Orkunýtingarflokkur

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórs- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 afstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðinsey austan við Þjórsárholt.  Sjá nánar um tilhögun virkjunarinnar: Lýsing á Hvammsvirkjun

Þann 1. júlí 2015 var þingsályktunartillaga um færslu Hvammsvirkjunar úr biðflokki í orkunýtingarflokk samþykkt á Alþingi. Sjá nánar

Helstu kennistærðir

 
7,6
Stærð vatnasvið (km²)
332
Meðalrennsli (m³/s)
352
Virkjað rennsli (m³/s)
116
Lónhæð Hagalóns (m y.s.)
4,0
Stærð lóns (km²)
13,2
Rúmmál lóns (Gl)
4,2
Lengd á stíflum og görðum (km)
16,0
Mesta hæð stíflu (m)
1,2
Lengd frárennslisganga (km)
2,0
Lengd frárennslisskurðar (km)
32
Virkjað fall (m)
93
Afl virkjunar 2 stk. 46,5 MW Kaplan vélar (MW)
720
Orkugeta (GWh/y)

Staða verkefnis

Endurskoðun á tveimur þáttum í umhverfismati Hvammsvirkjunar

Unnið er að mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. desember 2015. Drög að tillögu að matsáætlun voru auglýst á vefnum frá 17. febrúar til 2.mars 2016 þar sem almenningi og umsagnaraðilum gafst tækifæri til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Þann 6. maí 2016 lagði Landsvirkjun fram tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Tillöguna má nálgast hér. Í kjölfarið leitaði Skipulagsstofnun eftir umsögnum umsagnaraðila um tillöguna og kynnti hana á vef stofnunarinnar. Frestur fyrir almenning til að leggja inn athugasemdir var til 27.maí 2016. Skipulagsstofnun féllst á tillögu að matsáætlun þann 23. júní 2016, með athugasemdum. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má lesa hér.

Matsáætlunin var unnin af EFLU verkfræðistofu fyrir Landsvirkjun og má nálgast hér. Gögnin eru aðgengileg undir „Skýrslur og rannsóknir“ og heimasíðu EFLU, www.efla.is.

EFLA verkfræðistofa vinnur nú að frummatsskýrslu og stefnir Landsvirkjun á að leggja skýrsluna inn til athugunar hjá Skipulagsstofnun í lok október 2016. Skipulagsstofnun hefur þá tvær vikur til að yfirfara frummatsskýrslu og auglýsa hana síðan. Þá hefst sex vikna umsagnartímabil og gefst almenningi og umsagnaraðilum aftur kostur á að senda inn athugasemdir til stofnunarinnar.

Hvernig getur þú komið að málum?

Ábendingar og athugasemdir við fyrirhugaða virkjun eða ferlið skal merkja „Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum“ og senda til EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið umhverfismat@efla.is eða með pósti á:

EFLA verkfræðistofa
Ólafur Árnason
Höfðabakki 9
110 Reykjavík.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir

Mat á umhverfisáhrifum

Náttúrufar

Rammaáætlun

Ferðamál

Fornleifar

Annað