Landsvirkjun

Um virkjunarkostinn

Orkunýtingarflokkur

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórs- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 afstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðinsey austan við Þjórsárholt.  Sjá nánar um tilhögun virkjunarinnar: Lýsing á Hvammsvirkjun_opt.pdf

Þann 1. júlí 2015 var þingsályktunartillaga um færslu Hvammsvirkjunar úr biðflokki í orkunýtingarflokk samþykkt á Alþingi. Sjá nánar

Helstu kennistærðir

 
7.578
Vatnasvið (km²)
116
Yfirfallshæð Hagalóns (m y.s.)
4.0
Flatarmál Hagalóns (km²)
13,2
Miðlun (Gl)
1.200
Frárennslisgöng (m)
2.100
Frárennslisskurður (m)
352
Virkjað rennsli (m³/s)
32
Virkjað fall (m)
93
Afl (MW)
720
Orkugeta (GWh/ári)

Staða verkefnis

Endurskoðun á tveimur þáttum í umhverfismati Hvammsvirkjunar 

Hafin er vinna við mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. desember 2015. Ákvörðunin kvað á um að matsskýrsla frá árinu 2003 væri enn í gildi, en þar sem framkvæmdir hefðu ekki hafist innan áratugar bæri að endurskoða áhrif Hvammsvirkjunar á landslag og ásýnd lands annars vegar og ferðaþjónustu og útivist hins vegar. Aðrir hlutar matsins væru hins vegar enn í fullu gildi.

Fyrsta skrefið í ferlinu er að útbúa matsáætlun, sem gerir grein fyrir hvernig staðið verður að mati á áhrifum á framangreinda þætti. Nú eru til kynningar drög að tillögu að matsáætlun. Áætlunin var unnin af EFLU verkfræðistofu fyrir Landsvirkjun. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is, og heimasíðu EFLU, www.efla.is.

Kynningartími er frá 17. febrúar til 2. mars og eru hagsmunaaðilar og aðrir hvattir til að senda inn ábendingar og athugasemdir á þeim tíma.

Að loknum kynningartíma mun Landsvirkjun vinna tillögu að matsáætlun og senda Skipulagsstofnun hana til umfjöllunar.

Skýrsluna má nálgast hér

Hvernig getur þú komið að málum?

Ábendingar og athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun skal merkja „Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum“ og senda til EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið umhverfismat@efla.is eða með pósti á:

EFLA verkfræðistofa
Ólafur Árnason
Höfðabakki 9
110 Reykjavík.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands 17.02.2016 pdf 5,22 MB
Samantekt -rýni á mati á umhverfisáhrifum 17.09.2015 pdf 1,55 MB
Rýni á mati á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar 31.08.2015 pdf 4,99 MB
Matsskýrsla Virkjun Þjórsá við Núp árið 2003 31.08.2015 pdf 123,3 MB
Úrskurður Skipulagsstofnunar 2001 31.08.2015 pdf 0,06 MB
Úrskurður 2004 Umhverfisráðuneytið 31.08.2015 pdf 0,45 MB
Úrskurður umhverfisráðherra 2004 31.08.2015 pdf 0,21 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014 28.08.2015 pdf 3,22 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2013_opt.pdf 28.08.2015 pdf 1,25 MB
Áhættumat - Virkjanir í Þjórsá neðan Búrfells 2008-057_opt.pdf 28.08.2015 pdf 2,78 MB
Gróður og fuglar á áhrifasvæði fyrirhugaðrar virkjunar í Þjórsá við Núp NI-02009_opt.pdf 28.08.2015 pdf 2,9 MB
Flóð í Þjórsá Endurskodun2013-drog_2014-01-24_opt.pdf 28.08.2015 pdf 4,38 MB
Svar við tillögu Vst RAM mars 2014_opt.pdf 28.08.2015 pdf 9,68 MB
Þjórsá fornleifarannsóknir 2010 28.08.2015 pdf 6,63 MB
Gróður í Viðey í Þjórsá: Gróðurfar á beitarfriðuðu svæði 28.08.2015 pdf 6,37 MB
Ferðaþjónusta í tölum 2014 28.08.2015 pdf 2,7 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár. Samantekt 2008-2012 28.08.2015 pdf 1,96 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár - Samantekt fyrir árin 2003-2008 28.08.2015 pdf 0,94 MB
RAnnsóknir Neðri Þjórsa 2015_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,45 MB
Virkjun Þjórsár við Núp - Úrskurður Skipulagsstofnunar_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,61 MB
Vatnafar við Neðri-Þjórsá. Athuganir vegna virkjunarhugmynda. OS-2001-075_opt.pdf 28.08.2015 pdf 3,67 MB
Urriðafossvirkjun_og_Núpsvirkjun_áhrif_á_ferðaþjónustu_útivist_og_samfélag_2002-022_opt.pdf 28.08.2015 pdf 1,8 MB
Tillaga-um-flokkun-virkjunarkosta-21._mars_2014_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,84 MB
Fornleifar við Hvammsvirkjun. Rannsóknir áður en framkvæmdir hefjast_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,53 MB
Report Thorsa_SSk_HRI_ 111013b_opt.pdf 28.08.2015 pdf 1,2 MB
mat_faghóps_á_óvissu_fyrirliggjandi_upplýsinga_um_áhrif_Hvammsvirkjunar_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,43 MB
Rannsóknir á lífríki Þjórsár og þveráa hennar vegna virkjana neðan Búrfells_opt.pdf 28.08.2015 pdf 3,34 MB
Minnisblað. Laxaseiði og hverflar í virkjunum í Neðri-Þjórsá_07012009_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,75 MB
Minnisblað. Búðakvísl og áhrif rennslis á búsvæði laxfiska. 07032014_opt.pdf 28.08.2015 pdf 3,93 MB
Minnisblað um viðbótarrannsóknir á búsvæðum laxfiska í Þjórsá neðan við Búða_13032014_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,24 MB
Minnisbl. Fiskvegir við Hvammsvirkjun -EJ-027_opt.pdf 28.08.2015 pdf 1 MB
Lýsing á Hvammsvirkjun_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,34 MB
Jarðfræði_og_grunnvatn-við_Skarðsfjall_opt.pdf 28.08.2015 pdf 3,04 MB
Hvammur-Official-Assessment-FINAL-10-May-2013_opt.pdf 28.08.2015 pdf 1,94 MB
Hvammur_HEP_Spillway_Physical_Model_MSc_opt.pdf 28.08.2015 pdf 29,84 MB
Hvammsvirkjun_umhverfisþættir_mótvægisaðgerðir_og_vöktun_ 2008-115_opt.pdf 28.08.2015 pdf 0,4 MB
Fiskirannsóknir_á_vatnasvæði_Þjórsár_árið_2015-060_opt.pdf 28.08.2015 pdf 3,32 MB
Grunnvatns_og_vatnsboðsmælingar_við_neðri_hluta_þjórsár_árin_2001_2003_2014 28.08.2015 pdf 2,85 MB
Fornleifaskráning - Holta og Hvammsvirkjunar 2002 28.08.2015 pdf 7,26 MB
Rúst og fornleið við Þjórsá 2008 28.08.2015 pdf 4,84 MB
Svarbréf Landsvirkjunar - Rammaáætlun 31. okt 28.08.2015 pdf 7,98 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014 01.05.2015 pdf 4,27 MB
Physical Model Investigation on the Hvammur HEP Spillway 04.03.2012 pdf 61,97 MB
Hvammsvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun Synthesis of 2001-2010 Geological Field Data from Hreppar and South Iceland Seismic Zone 04.03.2011 pdf 86,07 MB
Hvammsvirkjun Rammaáætlun 04.03.2009 pdf 3,5 MB
Umhverfisþættir, Mótvægisaðgerðir og vöktun 04.03.2008 pdf 0,56 MB
Geological report 2007 og 2008 04.03.2008 pdf 26,41 MB
Skýrsla um prufuholugröft vorið 2007 04.03.2007 pdf 4,82 MB
Geological investigation of Skarðsfjall in the South Iceland Seismic Zone 04.03.2007 pdf 5,93 MB
Hvammsvirkjun Annexar 04.03.2006 pdf 99,45 MB
Geological investigations 2006 04.03.2006 pdf 60,86 MB
Geological investigations 2001-2006 04.03.2006 pdf 148,54 MB
Geological Report Hvammsvirkjun 2005 04.03.2005 pdf 10,61 MB
Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjun Áhrif á ferðaþjónustu, útivist og samfélag 04.03.2002 pdf 1 MB
Fornleifaskráning við Þjórsá vegna mats á umhverfisáhrifum Holta- og Hvammsvirkjunar 04.03.2002 pdf 6,79 MB