Landsvirkjun

Landsvirkjun heldur ársfund á hverju ári. Á ársfundum er fjallað um ýmsa stefnumarkandi þætti í starfsemi Landsvirkjunar auk þess sem farið er yfir árangur liðins árs. Á haustfundi Landsvirkjunar eru kynnt afmörkuð málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Fyrirtækið tekur einnig þátt í öðrum viðburðum og kynnir starfsemi sína í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir.

Samtal á afmælisári

Í tilefni af 50 ára afmæli mun Landsvirkjun standa fyrir samtali við þjóðina með opnum fundum. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og kalla á opin samskipti við hagsmunaaðila um allt land með gagnsærri og faglegri umræðu um málefni sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.