Landsvirkjun

Kynntu þér Landsvirkjun

Orka til framtíðar

(Kynningarmyndband - 18:02)

Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem vinna allt sitt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum - vatni, jarðvarma og vindi. Landsvirkjun starfrækir 13 vatnsaflsstövar og 2 jarðvarmastöðvar á 5 svæðum á landinu. Við stundum einnig umfangsmiklar rannsóknir á hagkvæmni vindorku á Íslandi og erum sífellt að leita nýrra leiða til orkuvinnslu.

Tengd myndbönd

Vatn (1:28)

Þegar leysingavatn rennur ofan af hálendinu og fellur til sjávar losnar gríðarlega mikil orka. Vatnsaflsstöðvar eru staðsettar fyrir neðan lón og stöðuvötn og þegar vatnið streymir áfram nýta stöðvarnar fallkraft þess til að búa til rafmagn. Vatninu er svo skilað aftur til sjávar og hringrás þess heldur áfram.

Jarðvarmi (1:17)

Þegar vatn streymir undir jarðhitasvæðum kemst það í snertingu við heit berglög og kviku. Jarðvegurinn hitar vatnið og á háhitasvæðum myndast gufuhólf neðanjarðar sem geta orðið allt að 350 gráðu heit. Borholur leiða sjóðheita gufuna að hverflum á yfirborðinu og þar er unnið rafmagn.

Vindur (1:28)

Norðan við Búrfell er hraunslétta sem kölluð er Hafið. Þar hefur Landsvirkjun reist tvær vindmyllur í rannsóknarskyni, þær fyrstu sinnar gerðar á Íslandi. Áætlað er að myllurnar geti séð um 1.200 heimilum fyrir rafmagni til daglegra nota. Á næstu misserum verður kannað hvort mögulegt sé að breyta íslenska rokinu í verðmæta auðlind.