Landsvirkjun

Rannsóknir og þróun

Þýðingarmiklar rannsóknir á Íslandi

Markmið okkar er að vera leiðandi í sjálfbærri nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og stuðla að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun. Við sjáum mikil tækifæri í því að hlúa enn frekar að nýsköpun innan fyrirtækisins og fara óhefðbundnar leiðir til að ná framúrskarandi árangri í orkuvinnslu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.

Við stundum margháttaðar rannsóknir á lífríki landsins, veðurfari, vatnafari, jöklum, jarðfræði og fjölmörgu öðru. Rannsóknir okkar fara fram í samstarfi við fjölmarga aðila, háskóla, menntastofnanir og fyrirtæki sem og einstaka vísindamenn, innan jafnt sem utan landsteina Íslands.

Virkjunarkostir í athugun

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landssvæða (rammaáætlun) var samþykkt í janúar 2013 og flokkar hún virkjunarkosti í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Flokkunin tekur til alls 67 virkjunarkosta en þar af eru 16 svæði í orkunýtingarflokki, 31 svæði í biðflokki en 20 svæði í verndarflokki.

Nánar

Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar

Við veitum styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði umhverfs- og orkumála. 

Nánar um Orkurannsóknasjóðinn