Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa rannsóknirnar að mestu verið unnar á vegum Landsvirkjunar með Veiðimálastofnun sem helsta ráðgjafa.

Gerð hefur verið skýrsla um helstu einkenni fiskistofna í Þjórsá, breytingar í gegnum tíðina, áhrif fyrirhugaðra virkjana og mótvægisaðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Ef ákveðið verður að ráðast í nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár þá kann það að hafa neikvæð áhrif á laxastofninn í ánni, meðal annars vegna þess að búsvæði laxa munu minnka og afföll verða á seiðum.
  • Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn.
  • Líta má á gerð laxastigans við Búðafoss árið 1991 sem snemmbúna mótvægisaðgerð gegn skerðingu á búsvæðum vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þórsár.

Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2015.pdf

20.10.2016 - 1,49 MB

  • Óvissa er um áhrif mótvægisaðgerða en miðað við fyrirliggjandi rannsóknir er það metið svo að afföll seiða við Urriðafossvirkjun verði minni en 5%.
  • Verulega mun draga úr veiðiálagi verði stórfelldri netaveiði að mestu hætt. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða.
  • Landsvirkjun bindur vonir við að ef ákveðið verður að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þá muni mótvægisaðgerðir skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg.

Áhrif fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þjórsár á fiskstofna í Þjórsá

02.02.2012 - 1,39 MB

Straumfræðilegt líkan af Urriðafossvirkjun

Nánar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ritar grein um fiskistofna og virkjanir sem birtist í Fréttablaðinu þann 12. nóvember 2011 þar sem segir m.a.:

Verði það niðurstaðan að Alþingi ákveði að samþykkja Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls- og jarðvarma með virkjanir í neðanverðri Þjórsá í nýtingarflokki, er það hlutverk Landsvirkjunar að leggja ríka áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af þeim virkjunum. Landsvirkjun bindur vonir við að þær mótvægisaðgerðir sem lagðar eru til byggðar á rannsóknum á fiskistofnum í Þjórsá muni skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg. Rannsóknir munu halda áfram og fyrirtækið mun leggja sig fram við að taka tillit til nýrra og áður óþekktra rannsóknarniðurstaðna, og reyna eftir bestu getu að koma til móts við áhyggjuraddir vegna lífríkisins með mótvægisaðgerðum studdum traustum rannsóknarniðurstöðum.
Fiskistofnar og virkjanir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ritar grein um áhrif virkjana í Neðri Þjórsá á fiskistofna árinnar sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. febrúar 2013. Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna

Annað útgefið efni