Írafossstöð

Írafossstöð

Írafossstöð virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og Kistufoss. Sogið er stíflað ofan við Írafoss, nánast í sömu hæð og frá- rennslið er frá Ljósafossi.

Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1953 með tveimur 15,5 MW vélasamstæðum en stöðin var stækkuð með einni vél til viðbótar (16,7 MW) árið 1963.

16 MW
Vatnsaflsstöð
16 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
16 MW
Vatnsaflsstöð
16 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
16 MW
Vatnsaflsstöð
16 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
48 MW
48 MW
Uppsett afl
3 x 16 MW
3 Francis Hverflar
236 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
38 m
Heildarfallhæð
1953
Gangsetning
1963
Aflaukning

Vatnasvið

Sogið

Sogið fellur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni Íslands, 83 km2. Afrennsli vatnsins er til suðurs um Efra-Sog í Úlfljótsvatn sem liggur 21 m lægra en Þingvallavatn og er 2,8 km2. Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss og er samanlögð fallhæð þeirra 55 m. Meðalrennsli Sogsins er um 110 m2 á sekúndu.

Sogið er vatnsmesta lindá landsins og kemur vatnið aðallega úr uppsprettum á botni Þingvallavatns.

Vatnshæð Þingvallavatns

Vatnshæð Þingvallavatns

Vatnshiti Þingvallavatns

Vatnshiti Þingvallavatns