Sigöldustöð

Sigöldustöð

Rétt ofan við Hrauneyjafossstöð er Sigöldustöð, sunnan við Þórisvatn. Stöðin var gangsett í byrjun árs 1978. Frárennslisskurður tengir Sigöldu við Hrauneyjafossstöð.

Sigöldustöð var byggð í kjölfar Búrfellsstöðvar. Þegar hún var í byggingu var unnið í kapp við tímann því mikil þörf var orðin á fleiri vatnsaflsvirkjunum til að anna orkuþörf í landinu í kjölfar stóriðjuframkvæmda í Straumsvík og Hvalfirði.

Tungnaá er stífluð með Sigöldustíflu efst í gljúfrinu ofan við Sigöldu til að mynda Krókslón, 14 km2 miðlunarlón. Stíflan er 925 m grjótstífla lögð malbiksklæðningu og er hæst 40 m. Úr Krókslóni er vatni veitt eftir kílómetra löngum aðrennslisskurði yfir ölduna að inntaki á vesturbrún Sigöldu. Þaðan liggja þrjár 216 m þrýstivatnspípur, 4,3 m í þvermál, að stöðvarhúsinu sem stendur norðan gamla árfarvegarins og að hluta grafið inn í hlíð Sigöldu. Nýtileg fallhæð er 74 m. Frá stöðvarhúsinu liggur 550 m langur frárennslisskurður út í Hrauneyjalón.

50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
150 MW
150 MW
Uppsett afl
3 x 50 MW
3 Francis Hverflar
920 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
74 m
Heildarfallhæð
260 m3/sek
Hámarksrennsli
1978
Gangsetning

Vatnasvið

Vatnasvið Þjórsár og Tungnaár

Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru sjö vatnsaflsstöðvar Búrfellsstöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð, Sultartangastöð, Vatnsfellsstöð, Búðarhálsstöð og Búrfellsstöð II. Þar er einnig vindmyllusvæði sem kallast Hafið. Samanlagt afl þeirra er 1037 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja stöð á svæðinu, svo sem Krókslón, Sultartangalón, Bjarnalón, Hrauneyjalón og Vatnsfellslón.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins, langstærsta miðlunin og mikilvægur hlekkur í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.

Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Áin Kaldakvísl var stífluð við Sauðafell og veitt um skurð inn í norðanvert Þórisvatn. Við útfall Þórisvatns norðanmegin er Þórisóssstífla sem veitir Köldukvísl inn í vatnið.

Nýju útrennsli Þórisvatns var valinn staður við suðurenda vatnsins meðfram vesturhlíð Vatnsfells. Þar var grafinn veituskurður úr vatninu og steinsteypt lokuvirki byggt í skurðinum til að stjórna rennsli. Veitan er nefnd Vatnsfellsveita og um hana fer vatn úr Þórisvatni í gegnum Vatnsfellsvirkjun í Krókslón ofan Sigöldustöðvar og þaðan til annarra stöðva neðar á vatnasviðinu.

Framkvæmdir við Kvíslaveitu hófust 1980 og var skipt í fimm áfanga sem lauk árið 1997. Kvíslaveita er samheiti á stíflum, skurðum, botnrásum og lokuvirkjum sem stjórna rennsli úr þverám og efsta hluta Þjórsár í Þórisvatnsmiðlun. Lónin í Kvíslaveitu eru fimm talsins, samtals um 28 km2 að stærð.

Hágöngumiðlun var byggð 1997-1999 og er 37 km2 að stærð. Tilgangur hennar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar. Á sumrin er vatni safnað í Hágöngulón og vegna þess rennur afar lítið vatn um Köldukvíslarfarveg að sumarlagi.

Ítarefni

Sigöldustöð
Fyrsta vél gangsett: 1977
Vatnasvið virkjunar: 4.210 km2
Meðalrennsli til virkjunar: 154 m3/s
Virkjað rennsli: 240 m3/s
Fallhæð:: 74 metrar
Afl hverfla af Francis gerð:: 3 x 50 MW
Árleg orkuvinnsla: 650 GWst
Aðrennslisskurður: 1.000 metrar
Frárennslisskurður: 550 metrar
Sigöldustífla
Hæð: 42M
Lengd: 925M
Krókslón
Við lónhæð: 498 m y.s.
Flatarmál: 14 km2
Miðlunarrými: 140 Gl
Hönnun:  Virkir hf og Electro-Watt Engineering Services Ltd., Sviss
Arkitekt: Guðmundur Kr. Kristinsson
Vélar og rafbúnaður: Brown Boveri & Cie, V-Þýskalandi, Energomachexport, Sovétríkjunum
Lokur og þrýstivatnspípur: Sorefame, Portúgal
Helsti byggingaverktaki: Energoprojekt, Júgóslavíu