Steingrímsstöð er þriðja stöðin sem byggð var á Sogssvæðinu. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var gerð við útrennsli Þingvallavatns. Aðrennslisgöng liggja þar úr vatninu í gegnum Dráttarhlíð, sem aðskilur Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, í opna jöfnunarþró ofan við stöðvarhúsið. Rennsli frá Þingvallavatni er að jafnaði um 100 m3/s.
Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1959 og er afl hennar 27 MW.
Sogið fellur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni Íslands, 83 km2. Afrennsli vatnsins er til suðurs um Efra-Sog í Úlfljótsvatn sem liggur 21 m lægra en Þingvallavatn og er 2,8 km2. Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss og er samanlögð fallhæð þeirra 55 m. Meðalrennsli Sogsins er um 110 m3 á sekúndu.
Sogið er vatnsmesta lindá landsins og kemur vatnið aðallega úr uppsprettum á botni Þingvallavatns.
Steingrímsstöð | |
---|---|
Vatnasvið: | 1000 km2 |
Fallhæð: | 27 m |
Afl: | 27 MW |
Hönnun: | E. Pihl & Søn, Danmörku |
Almenna byggingafélagið | |
Verklegar framkvæmdir | |
Helstu Verktakar: | E. Pihl & Søn, Danmörku |
Almenna byggingafélagið | |
Verklegar framkvæmdir | |
Framleiðendur hverfla og rafala | |
Hverflar: | Maschinenfabrik B. Maier A.G., Vestur Þýskalandi |
Rafalar: | ASEA, Svíþjóð |