Steingrímsstöð

Steingrímsstöð

Steingrímsstöð er þriðja stöðin sem byggð var á Sogssvæðinu. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var gerð við útrennsli Þingvallavatns. Aðrennslisgöng liggja þar úr vatninu í gegnum Dráttarhlíð, sem aðskilur Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, í opna jöfnunarþró ofan við stöðvarhúsið. Rennsli frá Þingvallavatni er að jafnaði um 100 m3/s.

Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1959 og er afl hennar 27 MW. 

13,5 MW
Vatnsaflsstöð
13,5 MW
Kaplan hverflar henta best þar sem fallhæð er lítil en rennsli mikið. Hverfilhjólið líkist skipsskrúfu og þá oft hægt að breyta skurði blaðanna, eins og algengt er á skips- og flugvélaskrúfum, til þess að stýra afli og nýtni hverfilsins hverfilsins.
13,5 MW
Vatnsaflsstöð
13,5 MW
Kaplan hverflar henta best þar sem fallhæð er lítil en rennsli mikið. Hverfilhjólið líkist skipsskrúfu og þá oft hægt að breyta skurði blaðanna, eins og algengt er á skips- og flugvélaskrúfum, til þess að stýra afli og nýtni hverfilsins hverfilsins.
27 MW
27 MW
Uppsett afl
2 x 13,5 MW
2 Kaplan Hverflar
122 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
20,5 m
Heildarfallhæð
150 m3/sek
Hámarksrennsli
1959
Gangsetning

Vatnasvið

Sogið fellur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni Íslands, 83 km2. Afrennsli vatnsins er til suðurs um Efra-Sog í Úlfljótsvatn sem liggur 21 m lægra en Þingvallavatn og er 2,8 km2. Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss og er samanlögð fallhæð þeirra 55 m. Meðalrennsli Sogsins er um 110 m3 á sekúndu.

Sogið er vatnsmesta lindá landsins og kemur vatnið aðallega úr uppsprettum á botni Þingvallavatns.

Ítarefni

Steingrímsstöð
Vatnasvið: 1000 km2
Fallhæð: 27 m
Afl: 27 MW
Hönnun: E. Pihl & Søn, Danmörku
  Almenna byggingafélagið
  Verklegar framkvæmdir
Helstu Verktakar: E. Pihl & Søn, Danmörku
  Almenna byggingafélagið
  Verklegar framkvæmdir
Framleiðendur hverfla og rafala
Hverflar: Maschinenfabrik B. Maier A.G., Vestur Þýskalandi
Rafalar: ASEA, Svíþjóð

Vatnshæð Þingvallavatns

Vatnshæð Þingvallavatns

Vatnshiti Þingvallavatns

Vatnshiti Þingvallavatns