Vatnsfellsstöð

Vatnsfellsstöð

Framkvæmdir hófust sumarið 1999 og stóðu yfir í rúm tvö ár og var fyrri vél stöðvarinnar gangsett í nóvember 2001. Afl stöðvarinnar er 90 MW og nýtir hún 65 metra fallhæð. Með tilkomu virkjunarinnar jókst orkugeta raforkukerfisins um 430 GWst á ári.

Vatnsfellsstöð nýtir fallið í veituskurðinum á milli Þórislóns og Krókslóns sem er uppistöðulón Sigöldustöðvar. Stöðin er í rekstri þegar vatni er miðlað úr Þórisvatni yfir í Krókslón. Hún er í fullum rekstri yfir vetrarmánuðina þegar þörf er á miðlun vatns úr Þórisvatni. Þetta gerir það að verkum að ekki er þörf á sérstöku uppistöðulóni ofan stöðvarinnar og gerir það virkjunarkostinn umhverfisvænni en ella.

Umhverfisáhrif af völdum framkvæmda voru í algjöru lágmarki. Helst voru áhrif af völdum jarðrasks vegna efnistöku og vegna lóns. Lónið er mjög lítið, en hefur þó breytt ásýnd svæðisins og valdið hækkun á grunnvatnsborði næst lóninu. Landið sem fór undir lón voru gróðursnauðir melar.

Samhliða vinnu við stöðina ákvað Landsvirkjun, í samvinnu við Vegagerðina, að leggja bundið slitlag alla leið að Vatnsfelli en áður hafði aðeins verið slitlag að Búrfellsstöð.

45 MW
Vatnsaflsstöð
45 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
45 MW
Vatnsaflsstöð
45 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
90 MW
90 MW
Uppsett afl
2 x 45 MW
2 Francis Hverflar
490 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
65 m
Heildarfallhæð
160 m3/sek
Hámarksrennsli
2001
Gangsetning

Vatnasvið

Vatnasvið Þjórsár og Tungnaár

Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru sjö vatnsaflsstöðvar Búrfellsstöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð, Sultartangastöð, Vatnsfellsstöð, Búðarhálsstöð og Búrfellsstöð II. Þar er einnig vindmyllusvæði sem kallast Hafið. Samanlagt afl þeirra er 1037 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja stöð á svæðinu, svo sem Krókslón, Sultartangalón, Bjarnalón, Hrauneyjalón og Vatnsfellslón.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins, langstærsta miðlunin og mikilvægur hlekkur í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.

Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Áin Kaldakvísl var stífluð við Sauðafell og veitt um skurð inn í norðanvert Þórisvatn. Við útfall Þórisvatns norðanmegin er Þórisóssstífla sem veitir Köldukvísl inn í vatnið.

Nýju útrennsli Þórisvatns var valinn staður við suðurenda vatnsins meðfram vesturhlíð Vatnsfells. Þar var grafinn veituskurður úr vatninu og steinsteypt lokuvirki byggt í skurðinum til að stjórna rennsli. Veitan er nefnd Vatnsfellsveita og um hana fer vatn úr Þórisvatni í gegnum Vatnsfellsvirkjun í Krókslón ofan Sigöldustöðvar og þaðan til annarra stöðva neðar á vatnasviðinu.

Framkvæmdir við Kvíslaveitu hófust 1980 og var skipt í fimm áfanga sem lauk árið 1997. Kvíslaveita er samheiti á stíflum, skurðum, botnrásum og lokuvirkjum sem stjórna rennsli úr þverám og efsta hluta Þjórsár í Þórisvatnsmiðlun. Lónin í Kvíslaveitu eru fimm talsins, samtals um 28 km2 að stærð.

Hágöngumiðlun var byggð 1997-1999 og er 37 km2 að stærð. Tilgangur hennar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar. Á sumrin er vatni safnað í Hágöngulón og vegna þess rennur afar lítið vatn um Köldukvíslarfarveg að sumarlagi.

Ítarefni

Afl og orka
Hönnunarfallhæð: 64,6 m
Afl véla, gerð: 2 x 45 MW, Francis
Orkugeta: 430 GWst/ári
Rennsli
Vatnasvið: 2500 km2
Meðalrennsli: 80 m3/sek
Virkjað rennsli: 160 m3/sek
Miðlunarlón
Flatarmál Vatnsfellslóns: 0,6 km2
Miðlunarrými: 3,2 Gl
Hæsta vatnsborð: 563 m y.s.
Lægsta vatnsborð: 556 m y.s.
Stíflur
Heildarlengd stíflna: 1130 m
Lengd aðalstíflu: 750 m
Mesta hæð aðalstíflu: 30 m
Krónuhæð aðalstíflu: 565,5 m y.s.
Lengd hærri hliðarstíflu: 300 m
Mesta hæð hærri hliðarstíflu: 10 m
Lengd lægri hliðarstíflu: 80 m
Mesta hæð lægri hliðarstíflu: 4 m
Aðrennslisskurður
Lengd: 700 m
Botnhæð: 549 m y.s.
Botnbreidd við lón: 14 m
Botnbreidd við inntak: 25 m
Mesta dýpt: 25 m
Botnrás
Stokkur: 3,70 x 4,15 m
Mesta rennsli við vatnsborð í 563,0 m y.s.: 255 m3/sek
Lengd: 92 m
Yfirfall
Minnsta breidd: 10 m
Mesta breidd: 45 m
Þrýstipípur (2 stk)
Þvermál: 4,5 m
Lengd: 126 m
Stöðvarhús
Hæð: 35 m
Lengd: 47 m
Breidd: 25 m
Rofa- og tengivirkishús
Hæð: 15 m
Lengd: 20 m
Breidd: 18 m
Tengivirki: SF6
Aðalspennar: 2 x 50 MVA
Frárennslisskurður
Lengd: 2400 m
Mesta dýpt: 30 m
Mesta botnbreidd: 15 m
Venjulegt vatnsborð við stöðvarhús: 497,7 m y.s.
Venjulegt vatnsborð við Krókslón: 496,5 m y.s.
Helstu magntölur
Gröftur: 2.000.000 m3
Fyllingar: 500.000 m3
Steinsteypa: 37.000 m3
Hönnun bygginga og vélbúnaðar: Hönnun hf
Hönnun rafbúnaðar: Rafhönnun
Arkitektar: Gláma-Kím
Helstu verktakar
Byggingarvinna: Arnarfell ehf
  Íslenskir Aðalverktakar hf
Vél- og rafbúnaður: GE Hydro, Kanada og Clemessy, Þýskalandi
Lokur og þrýstivatnspípur: Alstom Hydro, Frakklandi
Eftirlit með framkvæmdum: Lahmeyer International, VSÓ ráðgjöf ehf. og Almenna verkfræðistofan hf.