Kröflustöð

Kröflustöð

Kröflustöð er jarðgufustöð sem nýtir blöndu af há- og lágþrýstigufu úr 18 vinnsluholum til að knýja tvo 30 MW hverfla. Stöðin í Kröflu var brautryðjendastarf og saga hennar einkennist um margt af því. Um hana stóðu pólitískar deilur árum saman og talsvert langan tíma tók að ná fullum afköstum.

Íslenska ríkið reisti stöðina en Landsvirkjun eignaðist stöðina árið 1985. Framkvæmdir hófust árið 1974 með tilraunaborunum en borun á vinnsluholum og bygging orkuvers hófust sumarið 1975. Fyrri vélasamstæða stöðvarinnar var gangsett í ágúst 1977 en vegna gufuskorts hófst vinnsla rafmagns ekki fyrr en í febrúar 1978.

Árið 1996 hófst uppsetning seinni vélasamstæðu stöðvarinnar. Nýjar holur voru boraðar, eldri holur lagfærðar og gufuöflun hefur gengið vel með endurbættri tækni, meðal annars stefnuborun.

Raforkuvinnsla með seinni vélasamstæðunni hófst í nóvember 1997 með hálfum afköstum en eftir að borun og endurbótum á gufuveitunni lauk 1999 hefur Kröflustöð starfað með tveimur vélasamstæðum og fullu 60 MW afli.

30 MW
Jarðgufustöð
30 MW
Gufa er leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi. Við það skapast þrýstings- og hitamismunur á gufunni sem snýr hverfli. Hverfillinn snýr segulmögnuðu hjóli í rafala. Umhverfis hjólið eru koparvafningar og við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
30 MW
Jarðgufustöð
30 MW
Gufa er leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi. Við það skapast þrýstings- og hitamismunur á gufunni sem snýr hverfli. Hverfillinn snýr segulmögnuðu hjóli í rafala. Umhverfis hjólið eru koparvafningar og við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
60 MW
60 MW
Uppsett afl
2 x 30 MW
2 Gufuhverflar
500 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
1977
Gangsetning
1997
Aflaukning

Nýting jarðvarma

Orka úr iðrum jarðar

Ísland er ungt á mælikvarða jarðfræðinnar. Landið er hrauneyja á heitum hluta Atlants- hafshryggjarins þar sem Norður-Ameríku- flekinn og Evrasíuflekinn mætast. Jarðhiti er verulegur í flestum landshlutum og víða fremur stutt niður á heitt vatn sem notað er til húshitunar og raforkuvinnslu.

Þegar úrkoma rennur um heitan berggrunn hitnar vatnið og úr verða hverir á yfirborði og gufuhólf neðanjarðar. Lághitasvæði henta einkum til að sækja heitt vatn til húshitunar en á háhitasvæðum er að finna heita gufu undir þrýstingi neðanjarðar.

Gufan er leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi þar sem varmaorkunni er umbreytt í raforku.

Ítarefni

Kröflustöð
Uppsett afl: (2x30 MW) 60 MW
Orkuvinnslugeta: (60 MW) 480 GWst
Í fullum rekstri nýtir stöðin um 110 kg/s af 7,7 bara mettaðri háþrýstigufu og 36 kg/s af 2,2 bara mettaðri lágþrýstigufu.
Helstu gastegundir í jarðgufunni
Koldíoxíð: (CO2) 90-98%
Brennisteinsvetni: (H2S) 2-10%%
Upphafleg hönnun
Virkjun: VST hf., Rafteikning hf. og Rogers Engineering Co. Inc.
  VST hf. og Virkir hf.
Gufuveita: Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur Þorvaldsson
Raflína til Akureyrar og Austurlands hönnuð og reist af: Rafmagnsveitum ríkisins
Jarhitarannsóknir og umsjón með borunum eftir gufu: Orkustofnun
Framleiðendur búnaðar
Hverflar, rafalar og vélbúnaður: Mitsubishi Heavy Industries, Japan
Kæliturnar: Marley, Bandaríkjunum
Spennar: EGB, Austurríki
Lágspennubúnaður: Alstom, Frakklandi
Helstu verktakar 1975-1977
Jarðvinna og byggingar: Sniðill hf., BSHSÞ, Miðfell hf.
Jarðboranir: Jarðboranir ríkisins
Málmsmíði og vélauppsetning: Slippstöðin hf., Héðinn/Stálsmiðjan/Hamar og Stjörnu-stál hf.
  Rafafl hf.
Raflagnir
Uppsetning vélar 2 og stækkun gufuveitu 1996-1998: Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafteikning hf.
Hönnun og eftirlit: Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafteikning hf.
Helstu verktakar
Boranir: Jarðboranir hf.
Vélbúnaður: Mitsubishi Heavy Industries, Alstom
Raf- og stjórnbúnaður Lögstrup
Uppsetning vélbúnaðar og undirstöður: Vélsmiðjan Gils, Vélsmiðjan Grímur, Sniðill
Uppsetning rafbúnaðar: Ljósgjafinn, Rafeyri, Rafiðn og Öryggi