Ársfundur 2016

Ársfundur Landsvirkjunar fór fram á Hilton Reykjavík
fimmtudaginn 14. apríl 2016, kl. 14-16

Ársfundur 2016

Afkoman 2015 var góð í krefjandi markaðsumhverfi. Raforkusala hefur aldrei verið meiri og hreinar skuldir lækkuðu um 205 milljónir dollara.

  • Hvenær og hversu mikið geta arðgreiðslur til eiganda aukist?

Framtíðarverkefni fyrirtækisins ráðast m.a. af niðurstöðum rammaáætlunar, sem þarf að taka tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, en ekki síður efnahagslegra áhrifa og arðsemi.

  • Geta nýting og vernd náttúruauðlinda farið saman?

Orkuvinnsla og ferðaþjónusta eiga samleið, enda er ímynd Íslands samofin endurnýjanlegum orkuauðlindum landsins

  • Hver er afstaða erlendra ferðamanna til nýtingar á endurnýjanlegri orku á Íslandi?

Á ársfundinum kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og hvetjum til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru.

 #lvsamtal

Dagskrá ársfundar

1 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra flytur ávarp
2 Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður flytur ávarp
3 Hörður Arnarson forstjóri og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Auðlind fylgir ábyrgð
4 Edda Hermannsdóttir stjórnar umræðum í lok fundar