Ársfundur 2013

Ársfundur Landsvirkjunar 2013 fór fram í Silfurbergi, Hörpu. Fimmtudaginn 21. mars kl. 14-16.

Á ársfundinum fórum við yfir fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og lögðum mat á hvernig til hefur tekist.

Eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur aukist verulega í heiminum. Landsvirkjun býður öllum áhugasömum til kynningar og opinnar umræðu um þau tækifæri í orkumálum sem fyrirtækið og eigandi þess, íslenska þjóðin, standa frammi fyrir.

 • Hvað eru nágrannaþjóðir okkar að gera í orkumálum?
 • Hversu mikil orka er ónotuð í lokuðu raforkukerfi?
 • Fara sæstrengur og áframhaldandi iðnaðaruppbygging á Íslandi vel saman?

Upptaka af fundinum

Horfa

Dagskrá

 • Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra
  Ávarp

 • Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður
  Ávarp
 • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  Tækifærin í orku framtíðar

 • Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
  Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2012

Glærur og ávörp

Myndir