Haustfundur 2012

Haustfundur Landsvirkjunar 2012 
Fór fram á Hótel Nordica, miðvikudaginn 21. nóvember kl. 14-16

Landsvirkjun er eign íslensku þjóðarinnar. Hlutverk okkar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á haustfundinum leggjum við mat á hvernig til hefur tekist, ræðum framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar.

Dagskrá

Dagskrá:

 • Framsækni í alþjóðlegri fjármálakreppu
  Hörður Arnarson, forstjóri

  Markmið Landsvirkjunar er að skila sem mestum arði af orkuvinnslunni til þjóðarinnar. Hvernig ætlum við að ná þessu markmiði? Hvaða áhrif hefur erfið staða á alþjóðlegum fjármálamörkuðum? Er kreppa rétti tíminn fyrir framsækni?

 • Ráðdeild og sóknarfæri í orkuvinnslu
  Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orkusviðs

  Landsvirkjun á miklar eignir. Hvaða sóknarfæri felast í þeim? Hvaða möguleikar eru til að bæta reksturinn enn frekar? Getum við aukið orkuvinnsluna án umfangsmikilla fjárfestinga? Hvernig náum við hámarksarðsemi af eignum fyrirtækisins?

 • Traust vinnst með sátt við samfélagið
  Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri

  Markmið Landsvirkjunar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila. Hvaða skref viljum við taka til að vinna enn frekar traust í samfélaginu? Hverjar eru skyldur okkar gagnvart fólkinu í landinu, náttúrunni og komandi kynslóðum? Rekast hagsmunir fyrirtækisins á við hagsmuni samfélagsins eða fara þeir saman?

 • Spurningar og umræður
  Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs.

Glærur