Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum á lífríki Þjórsár en ítarlegar rannsóknir hafa átt sér stað á fiskistofnum í ánni allt frá árinu 1973. Í upphafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa rannsóknirnar að mestu verið unnar á vegum Landsvirkjunar með Veiðimálastofnun sem helsta ráðgjafa.

Gerð hefur verið skýrsla um helstu einkenni fiskistofna í Þjórsá, breytingar í gegnum tíðina, áhrif fyrirhugaðra virkjana og mótvægisaðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Ef ákveðið verður að ráðast í nýjar virkjanir í neðri hluta Þjórsár þá kann það að hafa neikvæð áhrif á laxastofninn í ánni, meðal annars vegna þess að búsvæði laxa munu minnka og afföll verða á seiðum.
  • Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn.
  • Líta má á gerð laxastigans við Búðafoss árið 1991 sem snemmbúna mótvægisaðgerð gegn skerðingu á búsvæðum vegna fyrirhugaðra virkjana í neðri hluta Þórsár.
  • Óvissa er um áhrif mótvægisaðgerða en miðað við fyrirliggjandi rannsóknir er það metið svo að afföll seiða við Urriðafossvirkjun verði minni en 5%.
  • Verulega mun draga úr veiðiálagi verði stórfelldri netaveiði að mestu hætt. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða.
  • Landsvirkjun bindur vonir við að ef ákveðið verður að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, þá muni mótvægisaðgerðir skila þeim árangri að áhrif virkjananna á stærð laxastofnsins verði óveruleg.

Myndbönd

Skýrslur og útgefið efni

Vöktunarskýrslur Þjórsá

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2016 15.06.2017 pdf 4,52 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2015 01.09.2016 pdf 1,49 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2014 01.05.2015 pdf 4,27 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2013 01.06.2014 pdf 2,24 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2012 01.05.2013 pdf 3,2 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2011 01.03.2012 pdf 3,34 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2010 01.08.2011 pdf 2,98 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2009 30.12.2009 pdf 3,68 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2008 17.03.2009 pdf 3,42 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2007 08.11.2007 pdf 4,51 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2006 11.04.2007 pdf 4,42 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2005 20.02.2006 pdf 1,14 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2004 01.04.2005 pdf 0,77 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2003 01.04.2004 pdf 2,16 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2002 01.12.2002 pdf 0,36 MB
Rannsóknir á lífríki Þjórsár og þveráa hennar vegna virkjana í Þjórsá neðan Búrfells 01.09.2002 pdf 1,77 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 2000 01.12.2000 pdf 0,34 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1999 01.11.1999 pdf 5,1 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1998 01.12.1998 pdf 8,92 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1997 01.12.1997 pdf 5,48 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1996 01.12.1996 pdf 7,32 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1995 01.12.1995 pdf 9,04 MB
Fiskirannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árið 1994 01.01.1994 pdf 7,8 MB

Samantektarskýrslur

Aðrar skýrslur

Skýrslur Veiðimálastofnunar um Þjórsá má finna hér