Fljótshnjúksvirkjun

Um virkjunarkostinn

Biðflokkur

Fljótshnjúksvirkjun felur í sér að stífla Skjálfandafljót á tveimur stöðum. Í fyrsta lagi við Fljótshaga eða Marteinsflæðu, en þar er fyrirhugað rúmlega 11 km2 miðlunarlón (Fljótshagalón) og í öðru lagi við Syðra Fljótsgil eða Stóruflæðu, skammt sunnan Fljótshnjúks.  Þar myndast tæplega 7 km2 miðlunarlón (Stóruflæðulón) sem jafnframt er inntakslón virkjunarinnar. Frá Stóruflæðulóni er vatni veitt um göng fram á Syðrimúla að stöðvarhúsi neðanjarðar með frárennsli út í Skjálfandafljót.

Gert er ráð fyrir að vatni úr Öxnadalsá og Hrauná verði veitt niður í aðrennslisgöng virkjunarinnar þar sem þau liggja frá Stóruflæðulóni fram á Syðrimúla.

Verkefnið er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Hrafnabjargavirkjunar hf. og er Landsvirkjun með helmings hlutdeild í verkefninu á móti Hrafnabjargavirkjun hf.

Helstu kennistærðir

Stóruflæðalón
Fljótshagalón
 
802
Vatnasvið (km²)
688
742
Yfirfallshæð miðlunar (m)
6,8
11,4
Flatarmál lóna (km2)
50
110
Miðlun (Gl)
21,9
Lengd rennslisganga (km)
0,9
Lengd rennslisskurða (km)
28
Virkjað rennsli (m3/s)
270
Virkjað fall (m)
58
Afl (MW)
405
Orkugeta (GWh/ári)

Staða verkefnis

  • Forathugun frá 2002 liggur fyrir ásamt endurskoðun forathugunar frá 2014.
  • Rannsóknarleyfi liggur fyrir og eru Landsvirkjun og Hrafnabjargavirkjun hf. handhafar leyfisins.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir