Holtavirkjun

Um virkjunarkostinn

Biðflokkur

Fyrirhuguð Holtavirkjun er staðsett á stærsta afsvæði Landsvirkjunar á Þjórs- og Tungnáarsvæðinu. Virkjunarkosturinn nýtir fall Þjórsár neðan Búrfellsstöðvar.

Mat á umhverfisáhrifum Holtavirkjunnar er lokið og hefur virkjunarkosturinn verið tekinn inn á staðfest aðalskipulag.

Landsvirkjun hefur lagt til mótvægisaðgerðir til lágmörkunar neikvæðra áhrifa á fiskistofna í Þjórsá verði af frekari virkjunum í ánni. Mótvægisaðgerðirnar taka til aðgerða til að tryggja niðurgöngu seiða án verulegra affalla og aðgerða til að koma til móts við skert búsvæði á svæðum sem fara undir lón eða þar sem veruleg breyting verður á rennsli um farvegi.

Helstu kennistærðir

 
7.600
Vatnasvið (km²)
71
Yfirfallshæð Árneslóns (m y.s.)
4,8
Flatarmál Árneslóns (km²)
13,6
Miðlun (Gl)
2.500
Frárennslisskurður (m)
357
Virkjað rennsli (m³/s)
18
Virkjað fall (m)
57
Afl (MW)
450
Orkugeta (GWh/ári)

Staða verkefnis

Nánar um staðsetingu lóns og stöðvarhúss

Inntakslón Holtavirkjunar, Árneslón, er myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Veitumannvirki eru við Búðafoss ofan við Árnes og er stærstum hluta Þjórsár veitt í Árneskvísl. Stöðvarhúsið er staðsett við enda stíflunnar við Akbrautarholt og frá því liggur frárennslisskurður sem er að mestu leyti grafinn í austurkvísl Þjórsár niður fyrir Árnessporð.

Ferill umhverfismats Holtavirkjunar

Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar og Holtavirkjunar í Þjórsá þann 19. ágúst 2003. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að fallist var á fyrirhugaðar virkjanir með skilyrðum.  Úrskurðurinn var kærður. Umhverfisráðuneytið staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar þann 27. apríl 2004 með viðbótarskilyrðum og var niðurstaða ráðuneytisins að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir