Landsvirkjun

Um virkjunarkostinn

Orkunýtingarflokkur

Landsvirkjun hefur um árabil unnið að rannsóknum og undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórs- og Tungnaársvæðinu, en þar eru fyrir 6 afstöðvar sem virkja kraft þessara tveggja árkerfa.

Fyrirhuguð Hvammsvirkjun mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðinsey austan við Þjórsárholt.  Sjá nánar um tilhögun virkjunarinnar: Lýsing á Hvammsvirkjun

Þann 1. júlí 2015 var þingsályktunartillaga um færslu Hvammsvirkjunar úr biðflokki í orkunýtingarflokk samþykkt á Alþingi. Sjá nánar

Mat á umhverfisáhrifum
Skipulagsstofnun auglýsir frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar miðvikudaginn 24. maí. Skýrsluna er að finna á slóðinni hvammur.landsvirkjun.is

Athugasemdafrestur er til 6. júlí 2017. Landsvirkjun vekur athygli á því að öllum athugasemdum skal skila inn til Skipulagsstofnunar 

Helstu kennistærðir

 
7600
Stærð vatnasvið (km²)
332
Meðalrennsli (m³/s)
352
Virkjað rennsli (m³/s)
116
Lónhæð Hagalóns (m y.s.)
4,0
Stærð lóns (km²)
13,2
Rúmmál lóns (Gl)
5
Lengd á stíflum og görðum (km)
18
Mesta hæð stíflu (m)
1,2
Lengd frárennslisganga (km)
2,0
Lengd frárennslisskurðar (km)
32
Virkjað fall (m)
93
Afl virkjunar 2 stk. 46,5 MW Kaplan vélar (MW)
720
Orkugeta (GWh/y)

Staða verkefnis

Mat á umhverfisáhrifum í gangi

Unnið er að nýju mati á áhrifum Hvammsvirkjunar á tvo umhverfisþætti af tólf í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. desember 2015

Í úrskurði Skipulagsstofnunar, sem umhverfisráðherra staðfesti 2004, kom fram að virkjunin myndi ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif að uppfylltum sjö skilyrðum. Frá árinu 2004 hefur Landsvirkjun unnið að því að uppfylla skilyrðin, sem m.a. snúa að áframhaldandi rannsóknum á lífríki Þjórsár, áhættumati og að fyrirbyggja rof.

Þar sem framkvæmdir við virkjun höfðu ekki hafist 10 árum eftir úrskurðinn þurfti Skipulagsstofnun að ákveða hvort endurtaka ætti mat á umhverfisáhrifum að hluta eða í heild, og var niðurstaðan að meta þyrfti aftur áhrif á tvo þætti;

  1. Útivist og ferðaþjónustu

  2. Landslag og ásýnd lands.

Mat á áhrifum á hina tíu þættina stendur óbreytt frá 2004. Ástæður þess að endurmeta þarf þessa tvo þætti er þróun sem orðið hefur á síðasta áratug í myndvinnslu og landslagsgreiningu, sem gerir okkur kleift að skoða betur og greina sjónræn áhrif virkjunar, auk þess sem ferðaþjónustan er stærri atvinnugrein en spár gerðu ráð fyrir árið 2004. Nýtt mat byggir á viðamiklum viðhorfskönnunum, tölvugerðum myndum sem sýna breytta ásýnd með virkjun og á landslagsgreiningu.

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem fram komu á auglýsingatíma í febrúar og mars 2016.

Frummatsskýrsla mats á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar liggur nú fyrir. Skýrsluna er að finna á slóðinni hvammur.landsvirkjun.is

Skipulagsstofnun auglýsir frummatskýrsluna miðvikudaginn 24. maí og festur til að skila athugasemdum er 6 vikur frá þeim degi, eða 6. júlí 2017. Landsvirkjun vekur athygli á því að öllum athugasemdum skal skila inn til Skipulagsstofnunar. Að loknum kynningartíma frummatsskýrslu verður tekin saman endanleg matsskýrsla að teknu tilliti til umsagna og athugasemda sem berast.

Landsvirkjun hefur sett fram niðurstöður fram í rafrænni útgáfu en þar verður tæknin nýtt til að útskýra flókin viðfangsefni og koma myndrænum upplýsingum á framfæri umfram það sem mögulegt er í pappírseintaki. Endanlegt mat verður byggt á frummati og á umsögnum, athugasemdum og ábendingum sem fram kunna að koma á kynningartíma. Skipulagsstofnun gefur að því loknu álit á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Í orkunýtingarflokki rammaáætlunar

Grundvöllur að ákvörðun um byggingu Hvammsvirkjunar er að hún sé í orkunýtingarflokki rammaáætlunar, að Orkustofnun veiti virkjanaleyfi og að viðkomandi sveitarfélög veiti framkvæmdaleyfi. Við veitingu framkvæmdaleyfis taka sveitarfélög tillit til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar.

Virkjunin hefur verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Undirbúningur deiliskipulags Hvammsvirkjunar er hafinn hjá báðum sveitarfélögum og reiknað er með að skipulagsvinnu ljúki á árinu 2017.

Vönduð útlitshönnun mannvirkja og landslags

Auk mats- og skipulagsvinnu stendur nú yfir lokaundirbúningur virkjunarinnar, sem m.a. felst í vandaðri útlitshönnun mannvirkja, landslagshönnun, rýni á veigamiklum þáttum hönnunar og útfærslu á mótvægisaðgerðum til að lágmarka umhverfisáhrif. Virkjunarsvæðið, sem er í byggð, verður aðgengilegt og öruggt fyrir gangandi gesti sem munu hafa kost á að skoða þar á tiltölulega litlu svæði mannvirki tengd raforkuframleiðslu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjist við Hvammsvirkjun. Unnið er að öflun nauðsynlegra leyfa. Verði ákveðið að hefja útboð og framkvæmdir mun það taka um þrjú og hálft ár þar til hægt yrði að gangsetja virkjun.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir

Mat á umhverfisáhrifum

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Núpsvirkjun í Þjórsá. Ákvörðun um tillögu að matsáætlun. 27.09.2001 pdf 0,06 MB
Áhrif á ferðaþjónustu, útivist og samfélag Viðhorf íbúa, sumarhúsaeigenda, ferðamanna og ferðaþjónustuaðila 04.03.2002 pdf 1 MB
Fornleifaskráning við Þjórsá vegna mats á umhverfisáhrifum Holta- og Hvammsvirkjunar 04.03.2002 pdf 6,79 MB
Virkjun Þjórsár við Núp Allt að 150 MW og breyting Búrfellslínu 1 Mat á umhverfisáhrifum Matsskýrsla 01.04.2003 pdf 123,3 MB
Virkjun Þjórsár við Núp allt að 150 MW og breyting á Búrfellslínu 1 Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum 19.08.2003 pdf 0,5 MB
Úrskurður um mat á umhverfisáhrifum allt að 150 MW virkjunar Þjórsár við Núp auk breytingar á Búrfellslínu 1 27.04.2004 pdf 0,45 MB
Hvammsvirkjun – umhverfisþættir Mótvægisaðgerðir og vöktun 20.11.2008 pdf 0,4 MB
Hvammsvirkjun, 93 MWe Rýni á mati á umhverfisáhrifum 2. júlí 2015 02.07.2015 pdf 4,25 MB
Hvammsvirkjun, 93 MWe Rýni á mati á umhverfisáhrifum 2. júlí 2015 Samantekt skýrslu 02.07.2015 pdf 0,84 MB
Hvammsvirkjun. Mat á umhverfisáhrifum. Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands. Tillaga að matsáætlun 03.05.2016 pdf 10,96 MB
Bifreiðatalningar í Þjórsárdal og á Landvegi 01.09.2016 pdf 2,32 MB
Íbúar og eigendur sumarhúsa Hvammsvirkjun - landslag og ásýnd lands 01.10.2016 pdf 10,02 MB
Hvammsvirkjun - áhrif á ferðaþjónustu, útivist og samfélag 01.11.2016 pdf 10,62 MB
Mat á áhrifum Hvammsvirkjunar á landslag og ásýnd 19.05.2017 pdf 41,16 MB

Náttúrufar

Rammaáætlun

Ferðamál

Fornleifar

Annað

Myndbönd

Fiskistofnar

Fiskistofnar í Þjórsá

Gerð hefur verið skýrsla um helstu einkenni fiskistofna í Þjórsá, breytingar í gegnum tíðina, áhrif fyrirhugaðra virkjana og mótvægisaðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í, verði ákveðið að reisa fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

Lesa nánar