Kjalölduveita

Um veituna

Ný veitutilhögun á vatni úr efri hluta Þjórsár var lögð fram fyrir Verkefnisstjórn Rammaáætlunar árið 2013, svokölluð Kjalölduveita. Sú útfærsla felur í sér veitu úr farvegi Þjórsár um göng undir Kjalöldu  yfir í Kvíslaveitufarveg sem fellur til Þórisvatns. Þjórsá væri stífluð um fimm kílómetra neðan við ármót Svartár og við það myndi skapast inntakslón í farvegi árinnar.

Veitulónið yrði að mestu í núverndi farvegi Þjórsár og yrði um 2,9 km2 að flatarmáli. Vatni úr lóninu yrði veitt um aðrennslisskurð að 44 MW dælustöð fyrir enda hans og vatninu dælt um jarðgöng undir Kjalöldu yfir í upptakakvísl Grjótár og þaðan yrði vatninu veitt um skurð út í farveg Kvíslaveitu.

Kjalölduveita er fyrir utan friðlandsmörk Þjórsárvera.

Hlutverk Kjalölduveitu er að stýra rennsli úr þverám í efsta hluta Þjórsár og áfram til þeirra miðlana og aflstöðva Landsvirkjunar sem fyrir eru neðar í ánni. Með því eykst orkunýting kerfisins verulega án þess að reist sé ný virkjun.

Helstu kennistærðir

 
840
Vatnasvið (km²)
37
Meðalrennsli um veitu  (m³/s)
2,9
Flatarmál lóns við vatnshæð 555,0 m y.s. (km2)
4,9
Miðlun (Gl)
2,4
Lengd skurða (km)
5,8
Lengd jarðganga (km)
2,5
Lengd stíflu og stíflugarða (km)
28
Mesta hæð stíflu (m)
710
Aukin orkugeta á vatnasviði (GWh/ári)