Urriðafoss

Um virkjunarkostinn

Biðflokkur

Fyrirhuguð Urriðafossvirkjun nýtir fall Þjórsár neðan Búrfells. Mat á umhverfisáhrifum er lokið og hefur virkjunarkosturinn verið tekinn inn á staðfest aðalskipulag. 

Landsvirkjun hefur lagt til mótvægisaðgerðir til lágmörkunar neikvæðra áhrifa á fiskistofna í Þjórsá verði af frekari virkjunum í ánni. Mótvægisaðgerðirnar taka til aðgerða til að tryggja niðurgöngu seiða án verulegra affalla og aðgerða til að komat il móts við skert búsvæði á svæðum sem fara undir lón eða þar sem veruleg breyting verður á rennsli um farvegi.

Helstu kennistærðir

 
7.600
Vatnasvið (km²)
50
Yfirfallshæð Heiðarlóns (m y.s.)
9,0
Flatarmál Heiðarlóns (km²)
17
Miðlun (Gl)
400
Virkjað rennsli (m³/s)
41
Virkjað fall (m)
3.000
Frárennslisgöng (m)
140
Afl (MW)
1.037
Orkugeta (GWh/ári)

Staða verkefnis

Nánar um staðsetningu lóns og stöðvarhúss

Inntakslón virkjunarinnar, Heiðarlón, er myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. Inntaksmannvirki eru í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss.

Ferill umhverfismats Urriðafossvirkjunar

Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð vegna mats á umhverfisáhrifum Urriðafossvirkjunar í Þjórsá þann 19. ágúst 2003. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að fallist var á fyrirhugaða Urriðafossvirkjun með skilyrðum. Úrskurðurinn var kærður. Umhverfisráðuneytið staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar þann 27. apríl 2004 með viðbótarskilyrðum og var niðurstaða ráðuneytisins að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Við útboðshönnun hefur verulega verið dregið úr umhverfisáhrifum Heiðarlóns frá því sem miðað var við í mati á umhverfisáhrifum meðal annars með því að lækka vatnsborð lónsins um einn metra og með því að færa stíflur að bökkum árinnar og út í farveg hennar á efsta hluta lónsins.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir