Blöndulundur

Um virkjunarkostinn

Óflokkað

Í desember 2012 reisti Landsvirkjun tvær vindmyllur í rannsóknarskyni á hraunsléttu milli Búrfells-virkjunar og Sultartangavirkjunar er nefnist Haf og er markmiðið að kanna hagkvæmni raforkuvinnslu með vindorku á Íslandi.  Reksturinn hefur gengið vel og niðurstöður undanfarinna mánaða sýna að aðstæður til virkjunar vinds virðast hagstæðar á Íslandi. Í ljósi góðrar útkomu hefur Landsvirkjun ákveðið að meta möguleika á að reisa fleiri vindmyllur í þyrpingu, svokölluðum vindlundi (e: wind farm eða wind park) á svæðinu.  Virkjunarkosturinn hefur fengið nafnið Blöndulundur og er áætlað uppsett afl allt að 100 MW. 

Helstu kennistærðir

2,5-3,5
Afl hverrar vindmyllu (MW)
Allt að 93
Hæð masturs (m)
Allt að 120
Þvermál spaða (m)
Allt að 40
Fjöldi (stk.)
Allt að 20
Stærð svæðis (km²)
Allt að 100
Afl (MW)
350
P50 orkugeta (GWst/ári)

Staða verkefnis

  • Forathugun Blöndulundar er hafin og hefur virkjunarkosturinn verið sendur til umsagnar þriðja áfanga Rammaáætlunar.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Kort 4 Blöndulundur sýnileiki 10.03.2015 png 2,47 MB
Kort 2 Rannsóknarsvæði vegna Blöndulundar loftmynd 10.03.2015 png 15,04 MB
Kort 1 Rannsóknarsvæði vegna Blöndulundar yfirlit 10.03.2015 png 2,22 MB
Blöndulundur - Tilhögun virkjunarkosts 10.03.2015 pdf 7,02 MB
Kort 3 Blöndulundur hljóðvist 10.03.2015 png 2,24 MB
Fuglar og vindmyllur við Blönduvirkjun 10.02.2014 pdf 3,51 MB