Landsvirkjun

Stuðningur við samfélagið

Samfélagssjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar. Tekið er á móti umsóknum allt árið en úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári. Umsóknarfrestur er til 25. mars, júlí og nóvember ár hvert.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Næsti umsóknarfrestur er til 25. nóvember 2017

Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur sjóðsins sem nálgast má hér að neðan, áður en umsókn er send inn. Almennar fyrirspurnir samfelagssjodur@landsvirkjun.is

Umsókn í Samfélagssjóð

Síðasta úthlutun

Fyrsta úthlutun úr samfélagssjóði 2017

 • Hollvinasamtök Akureyrar – Ferðafóstra
  500.000 krónur
 • Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) – Starf GFF á afmælisárinu
  400.000 krónur
 • Marín G. Hrafnsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir – Guðrún og 70 árin í dalnum
  150.000 krónur
 • Náttúrustofa Suðausturlands – Viðhald og rekstur á fiðrildagildrum í Skaftafellssýslu
  150.000 krónur
 • María Pálsdóttir – HÆLIÐ, setur um sögu berklanna
  100.000 krónur

Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur

Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum króna í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund og aldrei hærri en ein milljón króna.

Stefna sjóðsins er að styðja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og frjálsum félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Sjóðurinn veitir styrki til skilgreindra verkefna og atburða.

Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki. 

Verkefni sem koma einkum til greina:

 • Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru og auðlindamála
 • Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga
 • Listir , menning og menntun
 • Forvarnar- og æskulýðsstarf
 • Heilsa og hreyfing

Verkefni sem alla jafna koma ekki til greina eru:

 • Rannsóknir og vísindi (Orkurannsóknarsjóður veitir styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga – sjá nánar hér
 • Almenn útgáfa, svo sem bóka, geisladiska og kvikmynda
 • Námsstyrkir
 • Utanlandsferðir 

Fyrri úthlutanir