Rekstur
Rekstrarniðurstaða fyrstu níu mánaða ársins var betri en nokkru sinni fyrr í sögu Landsvirkjunar!
Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði jókst um 57% miðað við sama tímabil í fyrra.
Þessa aukningu má rekja til hærra raforkuverðs til stórnotenda sem og skýrra rekstrarmarkmiða.

Við greiddum einnig upp 50 milljón dollara skuldabréf en það eru um 7,1 milljarður íslenskra króna.
Endurkaup skuldabréfanna endurspegla sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og eru liður í skuldastýringu fyrirtækisins.