Áramótaannáll 2023

Nú er árið 2023 senn liðið í aldanna skaut. Það var viðburðaríkt ár í starfsemi Landsvirkjunar.

Reksturinn gekk vel og afkoman var betri en nokkru sinni fyrr. Við vorum valin umhverfisfyrirtæki ársins, unnum áfram að nýsköpun og orkuskiptum og héldum áfram undirbúningi nýrra virkjana, svo fátt eitt sé talið.

Besta afkoma frá upphafi

Afkoma Landsvirkjunar hefur aldrei verið betri. Á árinu greiddum við eigendum okkar, íslensku þjóðinni, tuttugu milljarða króna í gegnum arðgreiðslur til ríkissjóðs.

Fyrirtækið hefur greitt niður skuldir og stendur vel að vígi fyrir uppbyggingu framtíðar.

Loftslagsmál 2023

Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð í loftslagsmálum og þeim viðurkenningum sem við hlutum á árinu, meðal annars sem umhverfisfyrirtæki ársins.

Að baki liggur þrotlaus vinna og við ætlum að halda áfram á sömu braut.

Loftslagsmál 2023

Við erum umhverfisfyrirtæki ársins!

Við fengum umhverfisverðlaun Samtaka atvinnulífsins afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í lok nóvember.

Lesa meira

Loftslagsmál 2023

Kolefnisspor dróst saman um helming

Hálfsársuppgjör loftslagsbókhalds Landsvirkjunar sýndi að kolefnisspor okkar minnkaði um 54% á milli ára.

Lesa meira

Loftslagsmál 2023

Fremst í loftslagsmálum í Evrópu

Annað árið í röð vorum við á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem höfðu minnkað losun á framleiðslueiningu hvað mest.

Lesa meira

Umhverfisfyrirtæki ársins 2023

Landsvirkjun

Ánægja meðal íbúa og ferðamanna

Samkvæmt könnunum Gallup í upphafi árs eru íbúar landsins afgerandi ánægðir með störf okkar. Þegar landsmenn voru spurðir hversu jákvæð eða neikvæð áhrif virkjanir Landsvirkjunar hafi haft á íslenskt samfélag svöruðu rúmlega 76% að áhrifin hefðu verið jákvæð.

Hugur ferðamanna var kannaður á sama hátt og niðurstöðurnar birtar í upphafi árs. Helstu niðurstöður voru þær að næstum allir erlendir ferðamenn (yfir 96%) hafa jákvætt viðhorf til endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi.

Nýsköpun

Við náðum mörgum góðum og mikilvægum áföngum í nýsköpun sem tengist orkuskiptum og raforkuvinnslu á árinu.

Verkefnin eru öll í samræmi við framtíðarsýn okkar um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku.

Nýsköpun

Landsvirkjun og Linde þróa rafeldsneytisverkefni

Í apríl skrifuðum við undir samstarfssamning við alþjóðlega fyrirtækið Linde sem er með starfsemi í yfir 100 löndum. Með þeim munum við vinna að orkuskiptum á Íslandi með þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna.

Lesa meira

Síðar á árinu ákváðu Landsvirkjun og Linde að starfa með tveimur fyrirtækjum, N1 og Olís, að uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis - með það að markmiði að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi.

Lesa meira

Nýsköpun

Nýsköpunarverkefni hlutu veglega styrki

Orkídea og Eimur, tvö af samstarfsverkefnum Landsvirkjunar, hlutu veglega styrki frá Evrópusambandinu á árinu.

Þeir verða nýttir til stórra og öflugra samstarfsverkefna sem bera heitin Terraforming Life og RECET.

Lesa meira

Nýsköpun

Getum bætt nýtni raforku um 8%

Á árinu kom út skýrsla um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi, unnin af dönsku ráðgjafarstofunni Implement.

Í henni kom fram að alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni um allt að 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar.

Lesa meira

Nýsköpun

Eygló vermdi Austurland

Verkefnið Eygló, sem er samstarfsverkefni á grunni hringrásarhagkerfis, orkuskipta og nýsköpunar á Austurlandi, var stofnað formlega í byrjun febrúar.

Lesa meira

Öflug nýsköpunarverkefni

Orkídea, Eimur og Blámi

Fundir og viðburðir

Við héldum fullt af fundum á árinu 2023. Hér fyrir neðan getur þú skoðað upptökur frá þeim og hér getur þú nálgast allar upplýsingar um efnistök, fyrirlesara og margt fleira.

Grunnur grænna samfélags

Ársfundur Landsvirkjunar 7. mars

Engin orkusóun

Fundur um orkunýtniskýrslu 21. nóvember

Leyfum okkur græna framtíð

Haustfundur Landsvirkjunar 11. október

Áfram örugg raforka

Fundur um raforkumarkaðinn 23. maí

Nýr veruleiki / Transform the norm

Fundur Landsvirkjunar og CDP 8. maí

Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Fundur um aflstöðu og áhrif á þróun vindorku 2. febrúar

Loftslagsbókhald

Vegferð Landsvirkjunar í loftslagsmálum 2. febrúar

Ný græn auðlind

Fundur um upprunaábyrgðir 18. janúar

Upprunaábyrgðir

Með því að selja upprunaábyrgðir gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og skilum meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins.

Útflutningur á þeim var bannaður á árinu, en Ísland vann fullnaðarsigur og fékk þeirri ákvörðun hnekkt.

Uppbygging til framtíðar

Landsvirkjun ætlar að vera leiðandi í orkuskiptum, hér eftir sem hingað til.

Við ætlum að afla meiri grænnar orku og þar verða næstu skref bygging Hvammsvirkjunar, stækkun Þeistareykjavirkjunar og vindlundur við Búrfell.

Viðskipti

Atlantsorka bætist í hóp heildsölufyrirtækja í viðskiptum við okkur. Þau eru nú orðin níu talsins!

Fulltrúar Atlantsorku og Landsvirkjunar
Fulltrúar Atlantsorku og Landsvirkjunar

Um mitt ár gerðu langtíma viðskiptavinir okkar hjá atNorth raforkusamning við okkur vegna nýs gagnavers á Akureyri. Gagnaverið er það þriðja sem fyrirtækið rekur hér á landi.

Árið var ekki laust við áskoranir. Við þurftum að grípa til skerðinga hjá viðskiptavinum okkar er kaupa skerta orku og í lok árs var tilkynnt um skerðingar á orku til stórnotenda á suðvesturhorni landsins.

Grænvarpið

Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, var endurræst í lok árs.

Í Grænvarpinu fjöllum við um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.

Viðmælendur ársins voru Tinna Traustadóttir og Gunnar Guðni Tómasson sem ræddu raforkuöryggi frá ýmsum hliðum, Stefán Gíslason sem fór yfir eðli og tilgang upprunaábyrgða, Andri Gunnarsson sem er verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og Dóra Björk Þrándardóttir sem sagði frá nýsköpunarverkefnum Landsvirkjunar.

Annáll 2023

Aðrar fréttir ársins

... og svo var heilmikið annað að frétta!

Fólkið okkar sótti áhugaverðar ráðstefnur og þing, til dæmis í tengslum við loftslagsmál, vatnsafl og jarðavarma. Við fengum jafnréttisviðurkenningu FKA, veittum styrki frá Orkurannsóknarsjóð og fengum til okkar öfluga sumarnema. Svo skrifuðum við fullt af fróðlegum greinum svo fátt eitt sé nefnt.