Kolefnissporið okkar dregst saman
Kolefnisspor okkar fyrir árið 2020 var um 16,5 þúsund tonn CO2-ígilda. Árið 2019 var þessi tala tæp 22 þúsund tonn. Kolefnissporið hefur því dregist saman um 25% milli ára. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda en einnig aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri.
