Fjárstýringarstefna

Núgildandi fjárstýringarstefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í febrúar 2023.

Tilgangur fjárstýringarstefnu

Tilgangur fjárstýringarstefnu Landsvirkjunar er að leggja grunn að því hvernig fjárstýringu fyrirtækisins er háttað og hvernig fjárhagslegri áhættu er stýrt.

Fjárstýringarstefnan myndar ramma utan um fjárstýringu fyrirtækisins en nákvæmt verklag, þar sem það á við, er frekar útfært í stjórnunarkerfi fyrirtækisins.

Fjárstýringarstefna

Fjárstýringarstefnan á PDF

Það er stefna Landsvirkjunar að lausafé og veltufé frá rekstri sé stýrt á ábyrgan máta, að fullnægjandi aðgengi að fjármögnun sé tryggt og að fjárhagslegri áhættu sé stýrt í þeim tilgangi að tryggja ábyrgan og árangursríkan rekstur.