Þórdís Anna ráðin forstöðumaður fjárstýringar

07.12.2021Fyrirtækið

Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun.

Þórdís Anna lauk BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MSc í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2007.

Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár. Þar á undan vann hún í sex ár hjá Icelandair, m.a. sem forstöðumaður í tekjustýringu og á fjármálasviði. Einnig hefur hún starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Straumi fjárfestingabanka og við gjaldeyrismiðlun hjá Landsbankanum.