Ársfundi Landsvirkjun­ar frestað

04.03.2020Fyrirtækið

Fundurinn átti að fara fram á Hilton Reykjavik Nordica á morgun, fimmtudaginn 5. mars.

Frá ársfundi Landsvirkjunar 2019.
Frá ársfundi Landsvirkjunar 2019.

Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Landsvirkjunar um óákveðinn tíma vegna COVID-19. Fundurinn átti að fara fram á Hilton Reykjavik Nordica á morgun, fimmtudaginn 5. mars.

Starfsemi Landsvirkjunar er mikilvægur hluti af innviðum samfélagsins. Jafnan sækja fleiri hundruð gesta ársfundi Landsvirkjunar, auk fjölda starfsmanna, hvaðanæva að af landinu. Því var ákveðið að grípa til þessara varúðarráðstafana.

Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar.

Ársreikningur og ársskýrsla á vef Landsvirkjunar

Á ársfundum er meðal annars farið yfir uppgjör, starfsemi og áherslur liðins árs.

Landsvirkjun hefur nú þegar gefið út ársreikning fyrir síðasta ár og . Þá bendum við á ársskýrslu Landsvirkjunar, þar sem greint er frá starfsemi síðasta árs, á slóðinni arsskyrsla2019.landsvirkjun.is