Ársskýrsla Landsvirkjunar 2021 er komin út

04.04.2022Fyrirtækið

Ársskýrslan okkar er komin út, á slóðinni landsvirkjun.is/arsskyrslur/arsskyrsla-2021. Þar kemur meðal annars fram að:

  • Kolefnisspor fyrirtækisins var einungis 1,2 grömm koldíoxíðgilda á kílóvattstund
  • Losun nam einungis 3,6 grömmum á sama mælikvarða, en til að teljast græn þarf orkuvinnsla að vera undir 100 grömmum
  • Rekstrartekjur náðu sögulegum hæðum og viðsnúningur varð í rekstrarumhverfi eftir lægð árið áður vegna COVID-19 faraldursins
  • Tímamót urðu þegar skuldahlutföll urðu sambærileg við sömu mælikvarða hjá systurfyrirtækjum á Norðurlöndum
  • Samkeppnishæfni Íslands hefur styrkst með miklum sveiflum á erlendum orku- og afurðamörkuðum
  • Kröftug viðskiptaþróun og nýsköpun á sér stað í grænum orkusæknum iðnaði
  • Samfélagsleg samstarfsverkefni um orkutengda nýsköpun ganga vel
  • Með nýju sviði umhverfis og samfélags leggur Landsvirkjun aukna áherslu á málaflokkana

Ársskýrslan er gefin út í samræmi við alþjóðastaðalinn GRI, Global Reporting Initiative. Hún er nú sameinuð loftslagsbókhaldi og sjálfbærniskýrslu, sem komið hafa út í sérstökum skjölum síðustu ár.

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2021