Elvar ráðinn í stöðu viðhaldsstjóra á Mývatns­svæðinu

14.12.2020Fyrirtækið

Elvar Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu viðhaldsstjóra á Mývatnssvæðinu og mun hann hefja störf í byrjun árs.

Elvar Magnússon
Elvar Magnússon

Elvar Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu viðhaldsstjóra á Mývatnssvæðinu. Hann mun hefja störf í byrjun árs. Elvar er okkur vel kunnugur hann hóf störf á Mývatnssvæðinu í rekstrar og viðhaldsteymi árið 2017 og fór yfir á Blöndusvæðið árið 2018. Þar tók hann við stöðu verkefnisstjóra og sinnti fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfismála, viðhaldsmála og samskiptum við hagsmunaaðila ásamt því að leysa viðhaldsstjóra Blöndu og Laxá af.

Hann hefur menntun í vélfræði og rafvirkjun, ásamt því að hafa lokið meistaranámi í báðum greinum. Hann hefur meðal annars lokið við nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá endurmenntun Háskóla Íslands og námi í sáttamiðlun hjá Sáttamiðlaraskólanum.

Elvar býr á Akureyri með konu sinni og tveimur dætrum. Hann stundar útivist og hjólreiðar, ásamt því að stunda stangveiði.

Við bjóðum Elvar hjartanlega velkominn til starfa!