Teymin í Startup­Orkídea kynnt til leiks

05.03.2021Samfélag

Fimm teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Orkídeu á vegum Icelandic Startups og Landsvirkjunar.

Fimm teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Orkídeu á vegum Icelandic Startups og Landsvirkjunar. Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvæla­framleiðslu og líftækni.

Verkefnið byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki og miðar að því að koma vöru á markað. Starfsmenn Orkídeu taka þátt sem ráðgjafar teymanna ásamt fleiri ráðgjöfum.

Teymin voru í vinnustofu og skoðunarferð hjá Landbúnaðar­háskóla Íslands á Reykjum sl. föstudag.

Sjá nánar á vef Orkídeu