Glittir í betri tíð fyrir stóriðju og orkufyrirtæki

14.01.2021Fyrirtækið

Það kemur bæði Landsvirkjun og stóriðjunni vel ef verð á málmum helst svipað og nú er.

Verð á áli og kísil hefur hækkað skarpt vegna vonar um efnahagsbata. Haldist verðið hátt hefur það umtalsverð áhrif á íslenska stóriðju og orkufyrirtæki. Verð á Nord Pool raforkumarkaðnum hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Ólíklegra er að Rio Tinto loki í Straumsvík haldist verðið áþekkt. Þá stefnir PCC á gangsetningu á ný á Bakka segir í grein í Viðskiptablaðinu.