Góðar horfur í vatnsbúskapnum

01.07.2020Umhverfi

Eftir þurran vetur komu vorleysingar snemma sunnan og norðan heiða.

Horfur eru góðar í vatnsbúskap Landsvirkjunar, þótt enn sé of snemmt að segja til um aðstæður í rekstri orkuvinnslunnar næsta vetur.

Eftir þurran vetur komu vorleysingar snemma sunnan og norðan heiða. Snjóalög voru vel yfir meðallagi í lok vetrar og leysingar hafa skilað drjúgt í lónin í maí og júní. Lítið vantar uppá að Blöndulón fyllist og má búast við að það gerist um eða fyrir miðjan júlí. Sunnan heiða er líklegt að Þórisvatn fyllist fyrir lok júlí.

Á Austurlandi lauk niðurdrætti í Hálslóni 21. maí og hefur söfnun þar einnig verið með ágætum. Að venju er undirstaða fyllingar Hálslóns jökulbráð í júlí og ágúst og er líklegt að lónið fyllist um miðjan ágúst.

www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun