Góður árangur í fjármálum og loftslagsmálum

21.02.2023Fyrirtækið

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2022 komin út

Lesa ársskýrslu 2022

Helstu atriði ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2022 eru:

 • Afkoma fyrirtækisins var betri en nokkru sinni fyrr
 • Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um 2% milli ára og var 3,5 gCO2-íg/kWst, en ESB skilgreinir raforku sem mótvægisaðgerð gegn loftslagsbreytingum ef losunin er undir 100 gCO2-íg/kWst
 • Met var sett í orkuvinnslu og var hún 14,8 TWst
 • Rekstur aflstöðva gekk vel þrátt fyrir tíð óveður og krefjandi aðstæður í vatnsbúskap
 • Kolefnisspor fyrirtækisins var tæp 17.000 tonn CO2-ígilda og hækkaði lítillega milli ára vegna aukinnar vinnslu frá jarðvarma sem helgaðist af aukinni eftirspurn raforku og lágri vatnsstöðu í lónum fyrri hluta árs
 • Undirritaðir voru raforkusamningar við Reykjavík DC og Landeldi, auk viðauka við samning við Norðurál
 • Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi árið 2025, en kolefnisspor fyrirtækisins hefur minnkað um 60% frá árinu 2008
 • Mikil eftirspurn er eftir grænni orku og raforkukerfið nálægt því að vera fulllestað
 • Unnið var að ýmsum orkutengdum viðskiptaþróunar- og nýsköpunarverkefnum, m.a. rafeldsneytisframleiðslu og grænum iðngörðum
 • Hvammsvirkjun, Búrfellslundur, stækkun Þeistareykjavirkjunar og nýjar vatnsaflsvirkjanir í Blönduveitu eru þeir virkjunarkostir sem lengst eru komnir í undirbúningi, auk aflaukningarverkefna á Þjórsársvæði
 • Efnahagslegt framlag Landsvirkjunar til samfélagsins á árinu nam rúmlega 71 milljarði króna
 • Losun vegna bruna eldsneytis dróst saman um 14% milli ára, en markvisst er unnið að orkuskiptum í bíla- og tækjaflota
 • Meðalverð til stórnotenda án flutnings var það hæsta í sögu fyrirtækisins, eða 42,9 dalir á MWst
 • Nettó skuldir lækkuðu um rúmlega 93 milljarða króna frá upphafi árs
 • Samningar náðust um að ríkið keypti hlut Landsvirkjunar í Landsneti

Yfirgripsmikil upplýsingagátt

Skoða ársskýrsluvefinn

Í ársskýrslunni er yfirgripsmikil umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins.

Á vef ársskýrslunnar að finna yfirlit yfir helstu atriði og hlekki í sjálft ársskýrsluskjalið, loftslagsbókhald og ársreikning.

Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Bureau Veritas staðfestir og rýnir losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbindingu fyrirtækisins.

Ársskýrslan er gefin út í samræmi við sjálfbærnistaðalinn GRI og er því um leið sjálfbærniskýrsla, enda er sjálfbærni kjarni í rekstri fyrirtækisins.