Horfur á lánshæfi hjá Moody´s hækkaðar í jákvæðar

03.07.2024Fjármál

Horfur á lánshæfi hækkaðar í jákvæðar

Sjá meira um lánshæfismat Landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Moody´s hefur breytt horfum á lánshæfi Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar og staðfest Baa1 lánshæfiseinkunn fyrirtækisins. Þá hefur Moody´s hækkað grunneinkunn Landsvirkjunar (e. The Baseline Credit Assessment, BCA) úr ba1 í baa3 en það hefur ekki áhrif á lánshæfiseinkunn.

Að mati Moody´s endurspeglar þessi jákvæða breyting sterkan rekstur Landsvirkjunar síðustu ár, góða fjárhagsstöðu og lækkun skulda. Auk þess hafa breyttar horfur á lánshæfi ríkissjóðs Íslands áhrif en í júlí 2023 breytti Moody´s horfum ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar.

Samkvæmt Moody´s gæti lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar hækkað ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hækkar og ef sjóðstreymis- og skuldakennitölur Landsvirkjunar halda áfram að vera sterkar.