Hvað gerist þegar vindinn lægir?

03.02.2023Orka

Áhrif aflstöðu á þróun vindorku

Horfa á fundinn

„Hvað gerist þegar vindinn lægir?“ var yfirskrift opins fundar Landsvirkjunar 2 . febrúar.

Á fundinum var farið yfir þá vegferð sem er að hefjast hér með innleiðingu breytilegra orkugjafa, þar á meðal vindorku, á sama tíma og raforkukerfi Íslands að glíma við þrönga aflstöðu og mun gera áfram næstu ár.

Smelltu hér til að horfa á upptöku af fundinum, skoða kynningar og annað ítarefni

Erindi fluttu Kristinn Arnar Ormsson sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU, Ívar Baldvinsson sérfræðingur í vinnsluáætlunargerð hjá Landsvirkjun og Conor Byrne viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun. Þá voru áhugaverðar umræður í pallborði þar sem fjölda spurninga áhorfenda var svarað.

Þátttakendur í pallborði voru þau Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóra Zephyr Iceland, Kolbrún Reinholdsdóttir, sem leiðir teymi orkumálaráðgjafar EFLU, Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun og Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets.

Fundurinn var vel sóttur og að auki notfærðu margir sér að hann var sendur út í beinu streymi. Fundarstjóri var Unnur María Þorvaldsdóttir forstöðumaður vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun.