Landsvirkjun bakhjarl Fæðuklasans

02.09.2024Samfélag

Stofnfundur Fæðuklasans fór fram í sumar en Dóra Björk Þrándardóttir, Nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun situr í varastjórn klasans.

Ljósmyndari Guðveig Eyglóardóttir fyrir Fæðuklasann
Ljósmyndari Guðveig Eyglóardóttir fyrir Fæðuklasann

Verðmætasköpun í fyrirrúmi

Lesa nánar

Stofnfundur Íslenska fæðuklasans fór fram í sumar en Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun, situr í varastjórn klasans. Landsvirkjun er einn bakhjarla Íslenska fæðuklasans, en stuðningur fyrirtækisins er lið í því að efla orkutengda nýsköpun og matvælaframleiðslu á Íslandi.

Íslenski fæðuklasinn nær yfir hvers kyns fæðutengda starfsemi og landbúnað; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig sölu og neyslu. Klasinn er hvetjandi vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Með samstarfinu er m.a. stefnt að styrkingu byggða.

Eflum samstarf ólíkra aðila

Stuðningur sem bakhjarl við Fæðuklasann er liður í að efla orkutengda nýsköpun og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þetta er spennandi tækifæri til að efla samstarf á milli ólíkra aðila og lyfta upp þeim tækifærum sem við eigum inni í þessum greinum sagði Dóra Björk við þetta tilefni