Verðmætasköpun í fyrirrúmi
Stofnfundur Íslenska fæðuklasans fór fram í sumar en Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun, situr í varastjórn klasans. Landsvirkjun er einn bakhjarla Íslenska fæðuklasans, en stuðningur fyrirtækisins er lið í því að efla orkutengda nýsköpun og matvælaframleiðslu á Íslandi.
Íslenski fæðuklasinn nær yfir hvers kyns fæðutengda starfsemi og landbúnað; ræktun, framleiðslu og vinnslu, en einnig sölu og neyslu. Klasinn er hvetjandi vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Með samstarfinu er m.a. stefnt að styrkingu byggða.