Landsvirkjun fær viðurkenningu Jafnvægisvogar

13.10.2022Fyrirtækið

Vegferð til framtíðar

Jafnvægisvogin á vef FKA

Landsvirkjun fékk í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitir.

Hörður Arnarson forstjóri tók við viðurkenningunni, sem var veitt á stafrænu ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun.

Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð markmiði um 40/60 kynjahlutfall í efsta lagi stjórnendalagi. Níu sitja í framkvæmdastjórn Landsvirkjunar, þar af fjórar konur.

Hörður Arnarson forstjóri:

„Við hjá Landsvirkjun erum afar stolt af því að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu í jafnréttismálum og málaflokkurinn hefur verið í forgangi hjá okkur undanfarin ár. Þó er mikilvægt að hafa í huga að starf okkar í jafnréttismálum er ekki átak, heldur vegferð til framtíðar.“

Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA: forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.