Landsvirkjun greiðir upp skuldabréf

30.04.2020Fjármál

Landsvirkjun mun nýta heimild til þess greiða upp skuldabréf að fjárhæð 50 milljónir dollara þann 28. október næstkomandi.

Landsvirkjun mun nýta heimild til þess greiða upp skuldabréf að fjárhæð 50 milljónir dollara þann 28. október næstkomandi, en skuldabréfið er með lokagjalddaga 28. október 2022. Tilkynning þess efnis hefur verið birt skuldabréfaeigendum í gegnum kauphöllina í Lúxemborg þar sem bréfið er skráð, en það er með ISIN-númerið XS1311446790. Uppgreiðslan er liður í lausafjárstýringu Landsvirkjunar.