Landsvirkjun styrkir Menntakastið

11.11.2022

Menntakastið hefur gert fróðleg kennslumyndbönd um orku- og loftslagsmál, „Orka – hvaðan kemur hún?“ og „Umhverfi og loftslag“. Þau eru ætluð grunnskólabörnum og verða brátt aðgengileg í skólum landsins.

Það vill svo skemmtilega til að framtíðarsýn Landsvirkjunar er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Við tókum því þess vegna fagnandi þegar okkur bauðst að styrkja þetta góða framtak Menntakastsins og leggja til efni í myndbandagerðina, sem er í höndum grunnskólakennara og annara sérfræðinga.

Á myndinni má sjá Jónu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Stefán Örn Þórisson, stjórnarformann Uppkasts ehf.

Menntakastið er menntunar-efnisveita á vegum Uppkasts. Þar eru fög grunnskólans tekin fyrir og sett upp á sjónrænan hátt fyrir alla árganga. Myndböndin eru einnig aðgengileg á vef og appi Uppkasts, www.uppkast.is.