Rúmlega fimm milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði

14.12.2020Samfélag

Verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Rúmlega fimm milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsvirkjunar til góðra verkefna um land allt á dögunum, en sjóðurinn úthlutar alls 10 milljónum árlega í tveimur úthlutunum. Verkefnin eru af margvíslegum toga en eiga það öll sameiginlegt að hafa „breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag“.

Meðal verkefna sem hlutu styrk í desemberúthlutun voru jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar, aðstoð Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur við bágstadda, Fjölskylduvinir Hjálpræðishersins á Akureyri, mæðrastyrksnefnd Akraness, Skíðadeild Mývetnings, Team Spark og Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Akureyri.

Desemberúthlutun Samfélagssjóðs Landsvirkjunar

  • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur – aðstoð við bágstadda 1.000.000
  • Hjálpræðisherinn á Akureyri – Fjölskylduvinir 500.000
  • Hjálparstarf kirkjunnar – aðstoð vegna jólahalds 1.000.000
  • Mæðrastyrksnefnd Akraness - góðgerðamál 300.000
  • Mývetningur íþrótta- og ungmennafélag – skíðadeild Mývetnings 500.000
  • Team Spark – hönnun og smíði á rafmagnsknúnum kappakstursbíl 100.000
  • Bjarkarhlíð – hópastarf fyrir þjónustuþega sem sætt hafa heimilisofbeldi 500.000
  • Hjóladeild Völsungs – fjallahjólabraut á Reykjaheiði við Þeistareykjaveg 200.000
  • Ungmennafélag Íslands – UMFÍ – rafíþróttir, samfélaginu til góða 200.000
  • Kvenfélagasamband Íslands – gjöf til allra kvenna 300.000
  • Rauði krossinn á Íslandi (Eyjafjarðardeild) – Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni á Akureyri 500.000