Sækjum tækifærin saman

02.07.2021Viðskipti

Landsvirkjun og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir opnum fundi og streymi þann 24. júní sl. þar sem rætt var um tækifærin á Íslandi til uppbyggingar í grænum orkusæknum iðnaði.

Til máls tóku:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu
  • Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
  • Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður hjá atNorth
  • Sólveig Bergmann, yfirmaður samskipta hjá Norðuráli

Fundarstjórn var í höndum
Magnúsar Þórs Gylfasonar, forstöðumanns hjá Landsvirkjun og
Sigríðar Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs SI

Hér er hægt að horfa á upptöku frá fundinum

Það er undir okkur komið hvort við ætlum að vera með

Horfa á klippuna

„En það vill nú þannig til að heimurinn er búinn að taka ákvörðun um að minnka losun. Í því felast brjálæðislega mikil tækifæri. Ætlum við að vera með í því, til þess að bæta lífskjör og lífsgæði og vera spennandi kostur til að búa og lifa – og græða á því, það má líka segja að við viljum græða á því – eða ætlum við ekki að vera með? Af því þetta mun gerast alveg óháð því hvað við gerum. Það er undir okkur komið hvort við ætlum að vera með.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á opnum fundi Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins, undir yfirskriftinni „Sækjum tækifærin saman“.

Við erum með frábæra vöru í höndunum, sem er Ísland

Horfa á klippuna

„Við erum með frábæra vöru í höndunum, sem er Ísland. Tækifærin eru mörg og spennandi og ef við vinnum heimavinnuna okkar vel eru allar forsendur til þess að við munum uppskera ríkulega á næstu árum.“

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, í erindi sínu á opna fundinum „Sækjum tækifærin saman“.

Við verðum að tala skýrt fyrir viðhorfsbreytingu

Horfa á klippuna

„Við eigum að vera djörf – og ekki sætta okkur við að geta ekki keppt um mest spennandi atvinnutækifæri komandi kynslóða. Við verðum að tala skýrt fyrir viðhorfsbreytingu, sem er nauðsynleg víða að mínu mati, til að Ísland geti keppt um áhugaverð alþjóðleg fyrirtæki og lífsgæði framtíðar. Meðal annars með skynsamlegri og nauðsynlegri nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda okkar.“

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, á fundi Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins undir yfirskriftinni „Sækjum tækifærin saman“.

Hvað erum við tilbúin til að gera?

Horfa á klippuna

„Ég skil vel að við viljum fjölga stoðunum, sérstaklega eftir ár eins og í fyrra, þegar Covid þurrkaði út stærstu stoðina okkar, en enn og aftur – við komum alltaf að upphafinu: Hvað erum við tilbúin til að gera? Ætlum við að hafa framboð á raforku? Ætlum við að tryggja að það sé fyrirsjáanleiki fyrir þá sem vilja koma hingað og fjárfesta og ætlum við að bjóða áfram upp á raforku á samkeppnishæfu verði?“

Sólveig Bergmann, yfirmaður samskiptamála hjá Norðuráli, á fundi Landsvirkjunar og Samtaka iðnaðarins undir yfirskriftinni „Sækjum tækifærin saman“.