Straumlind bætist í hóp heildsölu­viðskiptavina

05.03.2021Viðskipti

Straumlind skrifaði nýverið undir samning við Landsvirkjun og bætist því í hóp heildsölu­fyrirtækja í viðskiptum við okkur.

Straumlind skrifaði nýverið undir samning við Landsvirkjun og bætist því í hóp heildsölufyrirtækja í viðskiptum við okkur. Slík heildsölufyrirtæki eru nú orðin átta talsins. Við bjóðum Straumlind hjartanlega velkomna í hópinn.

Straumlind selur rafmagn til heimila og fyrirtækja og er framtíðarsýnin að „ gera raforkukerfið „snjallara“ og hámarka nýtingu innan þess með gagnavísindum og notkun gervigreindar.“

Samkeppni á heildsölumarkaði með raforku heldur áfram að aukast og er hægt að sjá verðsamanburð milli fyrirtækja á vef Aurbjargar.

Skoða vef Straumlindar