Tryggjum súrefni samfélagsins
Íslenskt samfélag og atvinnulíf vex hratt og um leið er það að umbreytast með grænum lausnum. Við vitum að orka er undirstaða bæði vaxtarins og framtíðarlausna í loftslagsmálum. Án nýs framboðs raforku getum við ekki haldið áfram með orkuskipti bæði á landi og hafi og síðar lofti. Það er hlutverk okkar hjá Landsvirkjun að mæta þörfum íbúa samfélagsins sem hér hefur verið byggt upp af miklu harðfylgi – þau eru eigendur orkufyrirtækis þjóðarinnar og mega gera ríkar kröfur til þess. Við hyggjumst leggja okkar af mörkum til að standa undir þeim kröfum en þá verðum við líka að geta treyst á stuðning stjórnvalda. Raforkan er súrefni samfélagsins og það súrefni verður að tryggja, öllum til heilla.