Viðtal við Stefaníu Guðrúnu Halldórs­dóttur í kjölfar greinar hennar um tímabundna lækkun raforkuverðs til stórnotenda

11.05.2020Fyrirtækið

Mbl.is birti nýverið frétt og viðtal við Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, í kjölfar greinar sem hún skrifaði um tímabundna lækkun raforkuverðs til stórnotenda.

Mbl.is birti nýverið frétt og viðtal við Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, í kjölfar greinar sem hún skrifaði um tímabundna lækkun raforkuverðs til stórnotenda.

„Það er hag­ur okk­ar að þessi fyr­ir­tæki, sem við erum í lang­tímaviðskipta­sam­bandi við og eru mörg hver grund­völl­ur efna­hags­kerf­is okk­ar, standi af sér ástandið,“ seg­ir Stef­an­ía í samtali við Morgunblaðið.

"Stór­not­end­ur eru skil­greind­ir sem þeir not­end­ur sem nota allt árið yfir 10 MW af orku, eða sem jafn­gild­ir 87,6 gíg­awatt­stund­um á ári. Að sögn Stef­an­íu eru það ál­ver, gagna­ver og kís­il­ver, allt fyr­ir­tæki þar sem raf­orka er stór hluti af breyti­leg­um kostnaði. Fyr­ir­tæk­in hafa gert lang­tíma­samn­inga um raf­orku­verð en nú hef­ur Lands­virkj­un, sem fyrr seg­ir, veitt þeim tíma­bund­inn af­slátt" segir í grein Morgunblaðsins.