Við starfrækjum fimmtán vatnsaflsstöðvar, þrjár jarðvarmastöðvar og tvær vindmyllur á fimm starfssvæðum víðs vegar um landið. Við rekstur aflstöðva er lögð áhersla á heildræna sýn þar sem ráðdeild, áreiðanleiki og sambýli
starfseminnar við umhverfi og samfélag eru höfð að leiðarljósi. Íslendingar vinna 99% allrar raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum og vinnum við þrjá fjórðu hluta þessarar orku úr vatnsafli og jarðvarma.