Blöndustöð

Blöndustöð

Blöndustöð er neðanjarðarstöð, rúmlega 230 metra undir yfirborði jarðar og var tekin í notkun árið 1991. Hún stendur á brún norðanverðs hálendisins við enda Kjalvegar.

Í norðurátt er sýn niður í Blöndudal þar sem áin Blanda rennur til sjávar við Blönduós. Áin rennur um grösugar grundir á láglendi en upptök hennar eru á svæði sem fyrir nokkrum áratugum var gróðurvana eyðimörk. Í framhaldi þess að 56 km2 miðlunarlón varð til hófst hinsvegar umfangsmikil landgræðsla. Frá árinu 1981 hefur Landsvirkjun ræktað upp meira en 5.000 hektara í 400-600 metra hæð yfir sjó og er þeim haldið við með áburðargjöf. Þetta eru einhverjar mestu uppgræðsluaðgerðir sem ráðist hefur verið í á hálendi landsins.

Blanda var stífluð við Reftjarnarbungu en þar voru góðar aðstæður til miðlunar. Jafnframt var reist stífla við upptök Kolkukvíslar en hún féll í Vatnsdalsá. Með þessum stíflum myndaðist Blöndulón sem hefur um 412 Gl miðlunarrými og er þriðja stærsta stöðuvatn á Íslandi. Frá Kolkustíflu er vatni veitt um veituskurði og vötn, samtals um 25 kílómetra leið að inntakslóni virkjunarinnar, Gilsárlóni. Lónið er um 5 km2 að flatarmáli með 20 Gl miðlunarrými.

Frá inntakslóni er vatni veitt um 1.300 metra langan skurð að inntaki stöðvarinnar þar sem það er leitt niður í vélar að stöðvarhúsi. Virk fallhæð að vélum er 287 metrar. Frá hverflunum rennur vatnið um 1.700 m löng frárennslisgöng aftur út í farveg árinnar.

50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
50 MW
Vatnsaflsstöð
50 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
150 MW
150 MW
Uppsett afl
3 x 50 MW
3 Francis hverflar
990 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
287 m
Heildarfallhæð
60 m3/sek
Hámarksrennsli
1991-1992
Gangsetning

Vatnasvið

Blöndulón

Vatnið í Blöndu er að mestum hluta jökulbráð af Hofsjökli og úrkomuvatn af Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Rennsli hennar er því mikið á sumrin en minna á veturna. Heiðarnar eru hluti af mikilli hásléttu norðan Langjökuls og Kjalar sem er að meginhluta í 400 – 600 m hæð. Land á þessu svæði er mótað af jöklum og er víðast hvar hulið þykkum jökulruðningi en þar eru

einnig belti af jökulárseti. Berggrunnur er að mestu basalt frá kvarter og tertíer.Upphaflega var yfirfallshæð Blöndulóns í 474,3 m.y.s. og flatarmál þess var 41 km2. Sumarið 1996 var yfirfallið hækkað í 478 m.y.s. og þá stækkaði flatarmál lónsins í 57 km2 og miðlunarrýmd jókst úr 220 í 400 Gl. Vatnasvið Blöndustöðvar er því 1520 km2 að stærð.

Ítarefni

Blöndustöð
Vatnasvið virkjunar: 1.520 km2
Meðalrennsli til virkjunar: 39 m3/s
Fallhæð: 287 m
Blöndulón, flatarmál við 478 m y.s.: 57 km2
Miðlunarrými: 400 Gl
Gilsárlón
Flatarmál: 5 km2
Miðlunarrými: 20 Gl
Afl, 3 Francis hverflar, 50 MW hver: 150 MW
Orkugeta: 720 GWh/ári
 Mesta hæðLengd
Blöndustífla: 44 m 800 m
Kolkustífla: 25 m 1.300 m
Gilsárstífla: 34 m 1.000 m
Veituskurðir:   9.800 m
Aðrennslisskurður:   1.300 m
Frárennslisskurður:   1.200 m
Aðkomugöng:   800 m
Frárennslisgöng:   1.700 m
Hönnun
Mannvirki og vélbúnaður:  Verkfæðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Raffræðileg hönnun: Rafteikning hf.
Hönnin útlits: Arkitektastofan sf.
Helstu verktakar
Háspennuvirki: Merlin Gerin, Frakklandi
Hverflar, rafalar og stjórnbúnaður: Sumitomo Corp., Japan
Jarðgöng og neðanjarðarmannvirki: Krafttak sf.
Lokur og þrýstivatnspípur: Vélsmiðja Orms og Víglundar og Metalna, Sloveníu
Stíflur og vatnsvegir: Fossvirki hf. og Hagvirki hf.

Vatnshæð Blöndulóns

Vatnshæð Blöndulóns

Rennsli um yfirfall Blöndulóns

Blöndulón, yfirfall og rennsli Blöndu neðan virkjunar