Búrfellsstöð II

Búrfellsstöð II - hámarksnýting auðlindar og aukinn sveigjanleiki í rekstri

Hlutverk Búrfellsstöðvar II er að styrkja og hámarka nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, enda nýtir stöðin sama miðlunalón, mannvirki og tengingar við raforkukerfið og Búrfellsstöð IStöðin er staðsett 300 metra inn í Sámsstaðaklifi og er uppsett afl hennar 100 MW. Einn hverfill er í stöðinni en gert er ráð fyrir í hönnun að síðar verði hægt að stækka stöðina. Nýja stöðin veitir aukinn sveigjanleika í rekstri og gefur möguleika á viðhaldi mannvirkja núverandi stöðvar án þess að orkuvinnsla skerðist að marki. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. 

Á hönnunarstigi voru teiknaðar tvær tillögur. Önnur fól í sér að stöðvarhúsið væri neðanjarðar í Sámsstaðaklifi og hin að það væri ofanjarðar, við rætur Sámsstaðaklifs. Ofangreindir valkostir voru bornir saman og voru metnir tækni-, framkvæmdar- og kostnaðarlega jafngildir. Ákveðið var að velja neðanjarðarkostinn, en umhverfisáhrif voru metin minni og rekstrarkostnaður áætlaður lægri til lengri tíma.  

Úr inntakslóni er 370 m langur aðrennslisskurður fram undir brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Frá stöðvarinntaki fellur vatnið niður um 110 m löng fallgöng að túrbínu í stöðvarhúsi sem knýr rafalinn. Frá túrbínu er vatninu veitt úr stöðvarhúsinu um 450 m löng frárennslisgöng og þaðan út í 2,2 km langan frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá, um kílómetra neðan við núverandi stöð. 

100 MW
Vatnsaflsstöð
100 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
100 MW
100 MW
Uppsett afl
1 x 100 MW
Francis hverflar
700 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
110 m
Heildarfallhæð
92 m3/sek
Hámarksrennsli
28. júní 2018
Gangsetning

Yfirlit

Sögulegt yfirlit stækkunaráforma

Fyrstu áætlanir um stækkun Búrfellsvirkjunar eru frá því um 1980. Fýsilegast þótti að byggja stöðvarhús í Sámsstaðaklifi. Hönnun gerði ráð fyrir nýjum aðrennslisskurði á toppi Sámsstaðaklifs, pípu niður hlíðina að stöðvarhúsi með tveimur 70 MW vélum og svo 2 km löngum frárennslisskurði með útrás í Fossá um 1 km neðan við Búrfellsstöð.

Árið 1981 var byrjað á framkvæmdum vegna stækkunar með greftri frárennslisskurðarins með hjálp dælupramma. Sumrin 1981 til 1985, 1988 og 1989 voru fjarlægðir um 1,4 milljón m³ af lausum jarðefnum úr skurðstæðinu m.a með því að fleyta vatni úr Bjarnalóni niður skurðinn. Að auki var fyrirhugað svæði fyrir vinnubúðir verktaka undirbúið og vegir og aðkomuvegur lagfærður.

Með bréfi dagsettu 4. desember 1991 veitti þáverandi iðnaðarráðherra leyfi til stækkunar Búrfellsvirkjunar í allt að 310 MW afl ásamt tilheyrandi flutningslínum og aðveitustöðvum.

Á árunum 1990‐1994 var unnið að frekari undirbúningi og hönnun og voru vél‐ og rafbúnaður fyrir virkjunina boðin út, en þá var miðað við að virkjunin yrði 100 MW. Unnið var að útboðum á jarðvinnu og allri byggingarvinnu. Á þessum tíma var unnið að undirbúningi að stækkun álversins í Straumsvík og var stækkun Búrfellsstöðvar einn af þeim kostum sem til greina komu vegna orkuöflunar. Verkefnið var sett í biðstöðu árið 1994 og þess í stað ákveðið að fara í aflaukningu stöðvarinnar ásamt því að stækka Blöndulón og byggja 5. áfanga Kvíslaveitu vegna stækkunar álversins. Ástæða þess að hætt var við stækkun Búrfellsstöðvar er að þessi kostur var ekki talin eins hagkvæmur á þeim tíma og ofangreindir kostir.  

Vatnasvið Þjórsár og Tungnaár

Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru sjö vatnsaflsstöðvar Búrfellsstöð, Sigöldustöð, Hrauneyjafossstöð, Sultartangastöð, Vatnsfellsstöð, Búðarhálsstöð og Búrfellsstöð II. Þar er einnig vindmyllusvæði sem kallast Hafið. Samanlagt afl þeirra er 1037 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja stöð á svæðinu, svo sem Krókslón, Sultartangalón, Bjarnalón, Hrauneyjalón og Vatnsfellslón.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins, langstærsta miðlunin og mikilvægur hlekkur í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.

Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970-1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Áin Kaldakvísl var stífluð við Sauðafell og veitt um skurð inn í norðanvert Þórisvatn. Við útfall Þórisvatns norðanmegin er Þórisóssstífla sem veitir Köldukvísl inn í vatnið.

Nýju útrennsli Þórisvatns var valinn staður við suðurenda vatnsins meðfram vesturhlíð Vatnsfells. Þar var grafinn veituskurður úr vatninu og steinsteypt lokuvirki byggt í skurðinum til að stjórna rennsli. Veitan er nefnd Vatnsfellsveita og um hana fer vatn úr Þórisvatni í gegnum Vatnsfellsvirkjun í Krókslón ofan Sigöldustöðvar og þaðan til annarra stöðva neðar á vatnasviðinu.

Framkvæmdir við Kvíslaveitu hófust 1980 og var skipt í fimm áfanga sem lauk árið 1997. Kvíslaveita er samheiti á stíflum, skurðum, botnrásum og lokuvirkjum sem stjórna rennsli úr þverám og efsta hluta Þjórsár í Þórisvatnsmiðlun. Lónin í Kvíslaveitu eru fimm talsins, samtals um 28 km2 að stærð.

Hágöngumiðlun var byggð 1997-1999 og er 37 km2 að stærð. Tilgangur hennar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar. Á sumrin er vatni safnað í Hágöngulón og vegna þess rennur afar lítið vatn um Köldukvíslarfarveg að sumarlagi.

Ítarefni

Afl og orka
Hönnunarfallhæð 121,5 m
Afl véla, gerð 1 x 100 MW, Francis
Orkugeta 300 GWst/ári
Rennsli
Vatnasvið 6.750 km2
Meðalrennsli 315 m3/s
Virkjað rennsli 92 m3/s
Miðlunarlón
Flatarmál Bjarnalóns 1,18 km2
Miðlunarrými 1,7 GI
Hæsta vatnsborð 247 m y.s.
Lægsta vatnsborð 241 m y.s.
Aðrennslisskurður
Lengd 355 m
Botnhæð 232,5 m y.s.
Botnbreidd 12 m
Fallgöng
Þvermál 5.2 m
Lengd 128,5 m
Straumvölur
Þvermál 4,5 m
Hæð 110 m
Háspennustrengur
Lengd 2,7 km
Spenna 245 kV
Stöðvarhús
Hæð 33 m
Lengd 65 m
Breidd 15,35 m
Frárennslissgöng
Lengd 450 m
Þverskurðarflatarmál 72 km2
Aðkomugöng
Lengd 270 m
Helstu magntölur
Gröftur 1.000.000 m3
Steinsteypa 26.000 m3
ECO steypa (umhverfisvæn steinsteypa) 195 m3
Bendistál 1.164.000 kg
Helstu verktakar
Framkvæmdaeftirlit Landsvirkjun og Mannvit
Hönnun mannvirkja Verkís
Arkitekt VA arkitektar
Landslagsarkitekt Landark
Byggingaverktaki ÍAV Marti Búrfell
Verktaki véla- og rafbúnaðar Andritz Hydro, Þýskaland
Verktaki loka og stálfóðringa DSD Noell, Þýskaland
Framleiðendur háspennustrengs LS Cable, Suður Kóreu
Framleiðendur aflspenna Efacec, Portúgal

Myndbönd

Fréttir

Skjöl