Gufustöðin

Gamla Gufustöðin - síðan 1969

Gufustöðin í Mývatnssveit hefur verið í rekstri frá árinu 1969 og þar af ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi. Afl stöðvarinnar er 3 MW og nýtir hún gufu jarðhitasvæðisins við Námafjall. 

Laxárvirkjun lét byggja stöðina árið 1969 en Landsvirkjun eignaðist hana við sameiningu fyrirtækjana árið 1983. Landsvirkjun keypti ennfremur gufuveituna í Bjarnarflagi af Jarðvarmaveitum ríkisins, en auk þess að veita rafstöðinni jarðgufu sér hún hitaveitu fyrir varmaorku, gufu til iðnaðarnota og jarðböðunum við Mývatn fyrir jarðhitavatni.

Þessi langa saga nýting jarðhitavökva á svæðinu fyrir raforkuvinnslu, hitaveitu, iðnað og til baða í rúma hálfa öld hefur jafngilt 15-45 MW raforkuvinnslu.

5 MW
Jarðgufustöð
5 MW
Gufa er leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi. Við það skapast þrýstings- og hitamismunur á gufunni sem snýr hverfli. Hverfillinn snýr segulmögnuðu hjóli í rafala. Umhverfis hjólið eru koparvafningar og við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
5 MW
5 MW
Uppsett afl
1 x 5 MW
Gufuhverfill
42 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
1969
Gangsetning
2019
Endurnýjun búnaðar

Nýting jarðvarma

Orka úr iðrum jarðar

Ísland er ungt á mælikvarða jarðfræðinnar. Landið er hrauneyja á heitum hluta Atlants- hafshryggjarins þar sem Norður-Ameríku- flekinn og Evrasíuflekinn mætast. Jarðhiti er verulegur í flestum landshlutum og víða fremur stutt niður á heitt vatn sem notað er til húshitunar og raforkuvinnslu.

Þegar úrkoma rennur um heitan berggrunn hitnar vatnið og úr verða hverir á yfirborði og gufuhólf neðanjarðar. Lághitasvæði henta einkum til að sækja heitt vatn til húshitunar en á háhitasvæðum er að finna heita gufu undir þrýstingi neðanjarðar.

Við nýtingu er gufa leidd frá borholum að hverflum í stöðvarhúsi þar sem gufunni er umbreytt í raforku.

Loftgæðimælingar

Mælingar á brennisteinsvetni hafa verið stundaðar í Reykjahlíð frá því í febrúar 2011. Tilgangur mælinganna er að fylgjast með styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti vegna jarðhitanýtingar og rannsókna. Helstu uppsprettur brennisteinsvetnis á svæðinu eru Bjarnarflagsstöð (3 MW), Kröflustöð (60 MW), blásandi rannsóknarborhola og náttúrulegt útstreymi frá jarðhitasvæðum.

Núverandi mælistöðar eru staðsett að Grunnskóla Skútustaðahrepps í Reykjahlíð og við bæinn Hólmar í landi Voga. Í Reykjahlíð hefur verið mælt brennisteinsvetni síðan febrúar 2011 og í Vogum síðan maí 2013. Uppsetning þessara mæla er samkvæmt reglugerð 514/2010. Grafið hér að neðan sýnir mælingar frá þessum stöðum.

Kvörðun á mælibúnaði fer fram einu sinni á ári af viðurkenndum aðilum ásamt því sem mælirinn núllstillir sig einu sinni í viku.

Línuritin hér að neðan birtir 24 stunda hlaupandi meðaltal á tíu mínútu fresti. Um óyfirfarnar mæliniðurstöður er að ræða. Yfirfarinn gögn má nálgast í eftirfarandi skýrslum: Skýrsla 2012 - Skýrsla 2013 - Skýrsla 2014 - Skýrsla 2015 - Skýsla 2016 - Skýrsla 2017 - Skýrsla 2018

Niðurstöður mælinga úr H2S mælum við Mývatn árið 2015. Um óyfirfarnar niðurstöður er að ræða: BrennisteinsvetnismælingarviðMývatn.pdf