Laxárstöð I

Laxárstöð I

Laxárstöð I er elsta stöðin í Laxá og nýtir efri hluta fallsins við Brúar. Frá stíflu efst í gljúfrunum er vatnið leitt fyrst í jarðgöngum og síðan í stokk að stöðvarhúsinu um 670 m leið. Í stöðinni eru tvær vélasamstæður og var sú fyrri tekin í notkun árið 1939 en hin síðari árið 1944. 

5 MW
Uppsett afl
2 x 2,5 MW
2 Francis Hverflar
3 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
39 m
Heildarfallhæð
1939
Gangsetning

Vatnasvið

Laxá

Fram úr Laxárdal ganga Laxárgljúfur og þar eru Laxárstöðvarnar þrjár. Þær nýta um 70 m fall árinnar á 1.800 m kafla og afl þeirra er alls 27,5 MW. Aðrennsli í Mývatn er að mestu neðanjarðar gegnum hraunlög. Því er rennslið úr vatninu jafnt sem er ákjósanlegt fyrir virkjun vatnsafls. 

Ítarefni

Vatnasvið: 1.550 km2
Meðalrennsli til virkjana: 43 m3/s
Fallhæð
Laxá I: 39 m
Laxá II: 29 m
Laxá III: 39 m
Afl
Laxá I: 5 MW
Laxá II: 9 MW
Laxá III: 13,5 MW
Orkuframleiðsla: 180 GWst á ári
Lengd jarðganga í Laxá III
Vatnsvegir: 850 m
Þjónustugöng: 190 m
Hönnun
Laxá I: Árni Pálsson, verkfræðingur
Laxá II og III: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.
Helstu verktakar
Laxá I: Højgaard og Schultz, Danmörku
Laxá II: Stoð hf. (Laxá II)
Laxá III: Norðurverk haf. (Laxá III)
Framleiðendur hverfla og rafala
Laxá I, vél 1: Kværner Brug, Noregi (hverfill)
  A/s Titan, Danmörku (rafali)
Laxá I, vél 2: James Leffel & Co, Bandaríkjunum (hverfill)
  Westinghouse, Bandaríkjunum (rafali)
Laxá II: James Leffel & Co, Bandaríkjunum (hverfill)
  Westinghouse, Bandaríkjunum (rafali)
Laxá III: Escher Wyss, Þýskalandi (hverfill)
  ASEA, Svíþjóð (rafali