Landsvirkjun

Sultartangastöð

Sultartangastöð er 15 km norðaustan við Búrfellsstöð, byggð í lok síðustu aldar og tekin í notkun árið 1999. Hún nýtir vatn Tungnaár sem hefur áður knúið vélar Hrauneyjafoss- og Sigöldustöðva á leið sinni ofan af hálendinu. Þá nýtir hún einnig rennsli Þjórsár en árnar tvær sameinast í Sultartangalóni fyrir ofan stöðina. Af þessum sökum er hún ekki eins háð sveiflum í vatnsbúskap og margar aðrar stöðvar og líkist Búrfellsstöð að því leyti. Sultartangastífla er lengsta stífla á Íslandi, 6,1 km að lengd. Á byggingartíma Sultartangastöðvar var stíflan hækkuð um einn metra og við það stækkaði lónið úr 18 í 20 km2. Aðrennslisgöng (3,4 km) liggja úr lóninu í gegnum Sandafell að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frárennslisskurður sem er rúmir sjö kílómetrar að lengd liggur frá stöðvarhúsinu í rótum Sandafells og fylgir Þjórsá langleiðina að veitustíflu Búrfellsstöðvar þar sem hann liggur út í farveg Þjórsár.

60 MW
Vatnsaflsstöð
60 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
60 MW
Vatnsaflsstöð
60 MW
Í Francis hverfli er vatnshjólið gert úr mörgum lóðréttum bogadregnum málmplötum. Vatnið rennur undir miklum þrýstingi niður í gegnum hjólið og lætur það snúast. Hverfillinn snýr því næst segulmögnuðu hjóli í rafala og umhverfis hjólið eru koparvafningar sem við hreyfingu segulsins fer rafstraumur að renna um vafningana. Því næst er raforkan leidd út í háspennulínu og út raforkukerfið.
120 MW
120 MW
Uppsett afl
2 x 60 MW
2 Francis Hverflar
1.020 GWh á ári
Orkuvinnslugeta
44,6 m
Heildarfallhæð
320 m3/sek
Hámarksrennsli
1999
Gagnsetning

Vatnasvið

Á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár eru fimm vatnsaflsstöðvar

Búrfellsstöð, Sultartangastöð, Hrauneyjafossstöð, Vatnsfellsstöð, Sigöldustöð og Búðarhálsstöð. Samanlagt afl þeirra er 935 MW. Vatni til miðlunar er safnað í uppistöðulónin Þórisvatn, Hágöngulón og Kvíslaveitu. Að auki eru minni miðlunarmannvirki við hverja stöð á svæðinu, svo sem Krókslón, Sultartangalón, Bjarnalón, Hrauneyjalón og Vatnsfellslón.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn landsins, langstærsta miðlunin og mikilvægur hlekkur í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.

Þórisvatnsmiðlun var byggð á árunum 1970- 1972 í tengslum við virkjun Þjórsár við Búrfell. Áin Kaldakvísl var stífluð við Sauðafell og veitt um skurð inn í norðanvert Þórisvatn. Við útfall Þórisvatns norðanmegin er Þórisóssstífla sem veitir Köldukvísl inn í vatnið.

Nýju útrennsli Þórisvatns var valinn staður við suðurenda vatnsins meðfram vesturhlíð Vatnsfells. Þar var grafinn veituskurður úr vatninu og steinsteypt lokuvirki byggt í skurðinum til að stjórna rennsli. Veitan er nefnd Vatnsfellsveita og um hana fer vatn úr Þórisvatni í gegnum Vatnsfellsstöð í Krókslón ofan Sigöldustöðvar og þaðan til annarra stöðva neðar á vatnasviðinu.

Framkvæmdir við Kvíslaveitu hófust 1980 og var skipt í fimm áfanga sem lauk árið 1997. Kvíslaveita er samheiti á stíflum, skurðum, botnrásum og lokuvirkjum sem stjórna rennsli úr þverám og efsta hluta Þjórsár í Þórisvatnsmiðlun. Lónin í Kvíslaveitu eru fimm talsins, samtals um 28 km2 að stærð.

Hágöngumiðlun var byggð 1997-’99 og er 37 km2 að stærð. Tilgangur hennar er að auka miðlun á vatnasviði Köldukvíslar. Á sumrin er vatni safnað í Hágöngulón og vegna þess rennur afar lítið vatn um Köldukvíslarfarveg að sumarlagi. 

Ítarefni

Afl og orka
Fallhæð: 44,6 m
Uppsett afl: 2 x 60 MW
Vatnsnotkun við uppsett afl: 316 m3/s
Orkugeta: 880 GWh/ár
Rennsli og miðlun
Vatnasvið virkjunar: 6.320 km2
Meðalrennsli til miðlunarlóns: 304 m3/s
Flatarmál miðlunarlóns með
vatnsborði í 297,5 m y.s.:
20 km2
Miðlunarrými: 109 Gl
Jarðstífla
Lengd: 6.100 m
Mesta hæð: 23 m
Meðalhæð: 12 m
Aðrennslisskurður
Lengd: 100 m
Mesta dýpt: 38 m
Aðrennslisgöng
Lengd: 3.377 m
Mesta breidd: 12 m
Hæð: 15 m
Jöfnunarþró
Botn: 270 m y.s.
Botnflötur: 15 x 85 m
Vatnsborð við uppsett afl: 295 m y.s.
Þrýstipípur
Lengd: 40 m
Þvermál: 6 m
Stöðvarhús
Lengd: 58 m
Breidd: 16 m
Hæð frá sográsarbotni: 45 m
Rofahús
Lengd: 28 m
Breidd: 12 m
Hæð: 12 m
Frárennslisskurður
Lengd:  7.245 m
Mesta dýpt:  40 m
Botnbreidd:  12 m
Vatnsborð við stöðvarhús:  249,9 m y.s.
Vatnsborð við Þjórsá:  245,0 m y.s.
Hönnun bygginga og vélbúnaðar: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
Hönnun rafbúnaðar: Rafteikning
Arkitektar: Vinnustofa arkitekta
Helstu verktakar
Eftirlit: VSÓ Ráðgjöf
  Lahmeyer International
Byggingarvinna: Ístak
  Fossvirki Sultartanga, samstarf Ístaks, Skanska Int.
  Civil Engineering Svíþjóð og E. Pihl & Søn, Danmörku.
  Suðurverk og Arnarfell
Vél og rafbúnaður: Sulzer Hydro, Þýskalandi
  ESB International, Írlandi